08.01.2007 20:04

Lyfjameðferðin

Fór í lyfjameðferðina eld snemma í morgunn og var ekki búin fyrr en um 16 ... enda fyrsti lyfjadagurinn af þremur er alltaf aðal lyfjakoktail dagurinn. Þá fæ ég mörg lyf og Avastinið er eitt af þeim. Eftir lyfjameðferðina brunaði ég heim og lagðist upp í sófa og horfði á videó. Skrítið að hafa ekki börnin en samt finn ég það núna hvað það var gott að geta bara tjillað upp í sófa með tærnar upp í loftið og slakað á. Er pínu slöpp núna og með dúndrandi hausverk en hey ég gæti haft það verra .

Talaði við Höllu krabbameinslæknir í dag um hin ýmsu mál. Hún heldur að bakverkurinn stafi af bólgum í magaopi en ekki neinu alvarlegu. Eða þá að það séu bólgur í himnunni utan um lifrina. Held samt að magaopið sé sökudólgurinn því allt í einu er ég alltaf svöng sem er mjög óvanalegt fyrir mig eftir að ég greindist. Þegar magaopið er bólgið þá heldur líkaminn að hann sé alltaf svangur og það passar. Eftir að ég greindist þá hef ég verið með sama og enga matalist ... rétt kroppa í matinn og kílóin hafa hrunið þessa mánuði. Þannig að það er alveg nýtt fyrir mér að vera með mikla matarlyst eftir að ég veiktist.... Tek það fram eftir að ég veiktist .

Eitt af því sem ég gekk á Höllu með eru horfurnar mínar.... Ohhhh ég þoli ekki þegar ég tek upp á því að spyrja því ég fæ alltaf svör sem ég höndla ekki að heyra. Svei mér þá ef ég er ekki haldin sjálfspyntingarhvöt á hæðsta stigi. Ég fékk þau svör að það sé hægt að halda þessu niðri vonandi sem lengst en lækning sé mjög ólíkleg. Ég kýs samt að trúa því ekki ... mín leið til að halda geðheilsunni og ég vil trúa því að það sé alltaf von. Ég veit um dæmi þar sem maður var miklu verri haldinn en ég af meinvörpum í lifur og hann læknaðist. Það er ekki algengt EN ÞAÐ GERIST !!! Halla sagðist reyndar vita um dæmi þess sjálf hér á Íslandi en það væri mjög sjaldgjæft það er nóg fyrir mig að vita. Ég ætla að vera ein af þeim og Halla skal fá að standa agndofa yfir framförum mínum ... HANA NÚ!!!! Eitt sem ég nefndi líka við Höllu var að ég vil að hún athugi hvort það sé einhver minnsti möguleiki á að fá að fara á líffæraþegalista. Mér finnst asnalegt að krabbameinsveikir séu settir í annan flokk en aðrir og það sakar ekki að reyna að athuga málið. Í versta falli þá hafna þeir mér bara og þá veit ég að ég allavega reyndi. Ég vil skoða allt sem gæti lengt líf mitt og ég mun ekki hætta því. Einnig bað ég hana um að athuga með lyfið sem að Kínverjar eru að nota með góðum árángri enn sem komið er en málið er að önnur lönd hafa ekki viljað nota það því það er ekki komin nógu mikil reynsla á það með tilliti til aukaverkana og þess háttar vesen. Það sem þetta lyf hefur yfir önnur lyf er að þetta er fyrsta krabbameinslyfið sem til er sem að ræðst á DNA krabbameinsfrumunar og breytir því sjúklingnum í vil. Mig langar líka rosalega að fara til Bandaríkjana og fara á Mayo Clinic þar sem færustu krabbameinslæknar í heimi eru og fá annað álit. Talaði einmitt líka um það við Höllu og hún ætlar að kanna það fyrir mig.  Þórir hetja og frú bentu mér á þennan möguleika þannig að Þórir og frú ef þið eruð að lesa þetta þá er þetta í skoðun .

Ég finn ekki fyrir ofvirkni af sterunum núna. Það er kannski ágætt líka en mér finnst samt betra að vera ofvirk og líða vel heldur en að vera slöpp, þreytt og með hausverk eins og ég er núna. Finnst fyrri kosturinn betri en þetta er svo upp og ofan hjá mér og ég veit aldrei fyrirfram hvernig ég verð í hvert sinn.

Dæja skvísa mætti upp á deild í dag í smá heimsókn. Ekkert smá gaman að hitta hana aftur. Hún fékk líka ristilkrabba eins og ég en var svo heppin að hann var staðbundinn hjá henni og hún þurfti bara að fara í 6 mánaða fyrirbyggjandi lyfjameðferð og er núna útskrifiuð. Hún flokkast því sem cancer survivor sem er alveg frábært. Vonandi get ég sagt einn daginn ... Hæ ég heiti Ásta Lovísa og er cancer survivor .

Á morgunn er dagur 2 í lyfjameðferðinni. Wish me luck !!

Tjá tjá

Luv Ásta

 

Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 258
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110760
Samtals gestir: 21055
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:29:22

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar