07.01.2007 15:40Hux* hux* hux*"........ Ég er ekki gefin fyrir uppgjöf. Ég berst þar til ég fell. Þetta er styrkur sem mér er blóð borinn..... Það sem máli skiptir er að trúa á að meðan þú getur dregið andann eigirðu von. Hún Pálí mín gaf mér bók sem heitir Sérstök gjöf, Kjarkur og Von. Þessi fallegu orð koma þaðan ásamt fullt af öðrum fallegum. Helgin mín með krakkana gekk vel . Diddi var hjá okkur yfir helgina með Lenu sína þannig að það var sko glatt á hjalla og mikið leikið. Verð samt að viðurkenna að ég er pínu þreytt eftir allt game-ið... enda ekki skrítið... En samt þægilega þreytt . Í gær varð ég að taka erfiða ákvörðun. Ég er búin að vera með eldri tvö hér heima hjá mér en lillan mín er mest hjá pabba sínum síðan að ég veiktist. Ég er ekki einu sinni að geta sinnt þeim eldri vikuna sem ég er í lyfjameðferðinni. Ég reyni, reyni og reyni ... en er alltaf slöpp, þreytt og pirruð. Ég vil ekki að veikindin mín þurfi að marka allt heimilislífið eins og það gerir. Ég vil heldur ekki að börnin mín minnist mín sem þreytta, pirraða mamman ef ég tapa minni baráttu. Þetta er sárt að viðurkenna að maður geti ekki einu sinni sinnt almennilega börnunum sínum lengur ....... Ég kaus ekki að verða svona veik og ég verð bara að reyna mitt besta og velja og hafna með alla aðila í huga. Þá komum við að því sem ég þurfti að taka ákvörðun um......... Eftir að hafa rætt við pabba þeirra eldri komumst við að þeirri niðurstöðu að kannski væri best fyrir krakkana að búa hjá honum vikuna sem ég er í lyfjameðferðinni og vikuna á móti hjá mér. Semsagt viku viku dæmi. Úúúúfff mér finnst ég ömurleg mamma núna án gríns!!!! En hvað annað get ég gert ???? ´ Á morgunn fer ég í lyfjameðferðina. Ég er svo mikill gullfiskur að ég gleymdi að fara í blóðprufuna á föstudaginn sem sker úr um það hvort ég fái grænt ljós á lyfjameðferðina þessa vikuna. Ég var meira að segja á bráðarmóttökunni og fattaði ekki einu sinni að biðja þá um að taka blóðprufuna þannig að þetta er í raun tvöföld gleymska ... heheheh.... Á eftir að gleyma sjálfri mér þarna uppfrá einn daginn. Ég verð þá bara að mæta exstra snemma í fyrramálið og biðja þær um að hraða blóðprufunni og vona að það sé í lagi. Ég finn svo rosalega hvað minnið mitt er orðið götótt eftir að ég veiktist og þarf að vera á öllum þessum sterku lyfjum. Ekki myndi ég leggja í að fara í skóla núna þó svo mér langi það rosalega. Hef alltaf fengið fínar einkunnir og grunar að þær myndu nú ekki vera upp á marga fiska ef ég reyndi eitthvað nám núna. Á morgunn hitti ég Höllu krabbameinslækni. Er pínu forvitin að vita hvað hún segir um bakverkina. Mér finnst það pínu óþægilegt að vita ekki hvað sé að gerast í líkamanum ... en ég skil samt rökin líka. Með réttu á ég ekki að fara í myndartöku fyrr en eftir x6 skipti á Avastininu enn á morgunn er x4 skiptið. Svíþjóðarferðin okkar krakkana frestast fram í febrúar. Bróðir minn fær ekki frí í vinnunni fyrr .... ekki viljum við fara út og brósi alltaf busy að vinna. Stelpan hans þá í vetrarfríi í skólanum og þá hefur Embla hana meira hjá sér enda jafn gamlar stöllur . Þessi tími hentar því betur ...... Þannig að Svíþjóð here we come brááááááðum !!!! Ég er búin að setja fullt af linkum af ungu fólki sem er að berjast við krabbamein eins og ég. Linkarnir þeirra eru undir hetjurnar mínar. Endilega skoðið þessar hetjur og gefið þeim líka falleg komment eins og þið gefið mér svo oft. Án gríns þá er svooooo gott að fá þetta og það gefur manni svo mikið. Sérstaklega þá daga sem að svartsýnis púkinn bankar að dyrum.
Skrifað af Ástu Lovísu Flettingar í dag: 301 Gestir í dag: 71 Flettingar í gær: 159 Gestir í gær: 43 Samtals flettingar: 147643 Samtals gestir: 24677 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:32:01 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is