05.01.2007 23:21

Bloggtími

Jæja þá loksins druslast ég til blogga .

Ég upplifði þvílíkt skrítna upplifun í nótt... Hundurinn var rosalega órólegur og ég var það líka sjálf. Ég var alltaf að vakna því mér fannst eins og einhver væri að eiga við mig í svefni..... úúúúú spúký!!! Ekkert smá furðulegt.... vonandi var einhver fallegur engill að kukla í meinvörpunum mínum .

Ég byrjaði reyndar að fá mikla bakverki í gær og í dag og eyddi kvöldinu á bráðarmóttökunni. Maður verður alltaf jafn hræddur þegar maður fær verki og byrjar að ýminda sér allt það versta. Krabbameinslæknirinn sem var á vaktinni vildi ekki taka myndir af kviðarholinu á mér. Hann sagði að ég hafi verið svo lengi lyfjalaus þegar ég fékk garnastífluna að það væri ekki ólíklegt að krabbinn í lifrinni hafi versnað eitthvað pínu og ég ætti að leyfa lyfjunum að fá sinn  tíma til að verka aftur. Hann vildi samt láta mynda hrygginn og sem betur fer fannst enginn krabbi þar. Varð pínu vonsvikin fyrst að ég skuli ekki hafa verið send í tölvusneiðmynd en þegar ég hugsa betur um þetta þá held ég að þetta sé alveg rétt ákvörðun hjá doksa. Halla krabbameinslæknirinn minn verður svo bara að meta það á mánudaginn hvort hún vilji láta taka mynd strax eða bíða með hana þar til ég er búin með 6 skiptin. Hverri myndatöku fylgir alltaf geislun og er því ekki gott að fara of oft. Ég er að fara í x4 Avastin skiptið á mánudaginn þannig að það þarf bara 2 skipti í viðbót og því ekki langur tími að bíða eftir fréttum á stöðu mála. Þannig að ég ætla bara að vona það besta að sjúkdómurinn sé ekki að gera eitthvað af sér .... Ætla allavega ekki að velta mér upp úr því núna .

Hitti Önnurnar mínar í dag. Ekkert smá gaman að setjast niður í góðum félagsskap og spjalla. Það er búið að vera eitthvað svo mikið um að vera hjá mér upp á síðkastið og ég var því farin að vanrækja vinkonurnar ... heheheh... Stelpur ég lofa að taka mig á . Hitti líka hana Þórdísi í gær .... fórum saman með krakkana út að borða. Við erum báðar að berjast fyrir lífi okkar þessa dagana og því gott að hittast og pústa . Krakkarnir okkar hafa líka gott af því að umgangast hvort annað ... því jú þau eru nú líka að ganga í gegnum það sama að eiga veikar mömmur.

Annars er bílastæðavesenið á Landsanum að pirra mig og Þórdísi þessa dagana. Ætlum að bretta saman upp ermarnar og reyna að berjast fyrir því að við sem erum krabbameinsveik og erum í lyfjameðferð fáum miða í gluggana til að losna við þetta bílastæðabull.  Ég bara á ekki til orð yfir þessu án gríns.... Þegar maður er í lyfjameðferð þá er maður pínu slappur þegar maður kemur út. Maður er samt alveg heill í kollinum ... er frekar svona eins og maður sé ný skriðinn upp úr ælupest. Ég persónulega vil ekki vera upp á aðra komin og vil keyra sjálf en maður treystir sér ekki að leggja langt í burtu og maður leggur því í gjaldskyldu stæðinn sem eru næst spítalanum. Maður veit aldrei hversu lengi maður er hverju sinni því að lyfin eru blönduð við komu en ekki fyrirfram... og það fer eftir því hversu margir eru á deildinni hverju sinni hvað apótekið er lengi að blanda lyfin fyrir alla. Ekki megum við hlaupa út með lyfjadælurnar í eftirdragi til að borga í stæðinn þannig að margir eru að lenda í því að safna sektum. Þetta er náttúrulega bara fáránlegt !!! Ekki gaman fyrir ráðamenn bílastæðana að fá tvö brjáluð naut upp á móti sér ... íhhaaaaaa .

Núna er komin helgi og ég með grísina mína og ætla ég að eiga yyyyyndsilegan tíma með þeim .

 

 

Flettingar í dag: 381
Gestir í dag: 103
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 147723
Samtals gestir: 24709
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:53:42

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar