02.01.2007 15:07

Fyrsta bloggið á nýju ári

Þá er komið nýtt ár .

Get ekki sagt að ég sakni ársins 2006. Hugsa samt til þess með svona frekar blendnum tilfinningum. Það að greinast með krabbamein er náttúrulega rosalegt sjokk og maður óskar engum það. Samt er svo margt sem ég er búin að læra í kjölfarið sem ég hefði ekki viljað fara á mis við. Minn draumur er samt að verða hrein aftur. Hrein og með fullar hendur af reynslu og visku sem að krabbinn gaf mér ...sem ég fæ svo vonandi að miðla áfram. Skrítið að segja að krabbinn hafi gefið manni eitthvað jákvætt en þannig er það samt.

Er búin að eiga yndisleg jól og áramót með minni fjölskyldu. Var reyndar lítið með krakkana milli jóla og nýars enda í lyfjameðferðinni. Maður fær víst ekki jólafrí frá henni . Myndi ekki einu sinni vilja sleppa ef það hefði verið í boði.

Avastinið er aftur komið á dagskrá. Það fór ágætlega í mig síðast... Pínu flökurt við og við og með furðulega tilfinningu í hausnum en ekkert alvarlegt.  Ég hef fengið Avastinið x3 sinnum með skiptunum sem ég fékk áður en ég fékk garnastífluna. Ég spurði Höllu hvort að við byrjum að telja aftur frá 0 eða ekki. Þarf að fara í 6 skipti áður en myndir eru teknar að nýju. Halla sagði að við myndum ekki byrja aftur á núlli þannig að ég held að lifrin verði skoðuð eftir 3 skipti. Vonandi fæ ég jákvæðar fréttir.... ég trúi því. Næsta lyfjameðferð hefst svo á næsta mánudag.

Það er eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér. Mér skilst að krabbameinsveikir fái ekki að fara á lista yfir líffæraþega. Ég til dæmis má ekki fara á lista yfir fólk sem þarf að fá nýja lifur. Þegar ég hef spurt afhverju þá skilst mér að það sé út af því að það sé möguleiki á að krabbinn taki sig upp þar.... að það sé sóun á líffæri. Það er líka möguleiki á að krabbameinsfrítt fólk sem þarf ígræðslu út af einhverju öðru hafni líffærinu... Þekki sjálf eitt dæmi þess. Það er líka möguleiki á að verða undir bíl. Mér finnst pínu lítið eins og verið sé að mismuna fólki.... Fólk á að hafa sama rétt. Það er pínu sárt að vera með krabba í lifrini og vita til þess að það sé ekki sjéns að fá nýja... þó svo að það gæti gefið manni lífið aftur.

Áramótarheit .... Fóru þið með svoleiðis ??? Ég ætla að reyna að taka mataræðið mitt í gegn aftur. Reyna að hafa það hollara og byrja að hreyfa mig. Mig langar að fara að æfa aftur eins og ég gerði áður en ég veiktist. Hef hingað til ekki treyst mér í það eða haldið að ég gæti það ekki .....vitiði ég ætla mér allavega að reyna það . Vonandi fæ ég líka heilsuna mína aftur. Ætla rétt að vona að árið 2007 verði mér eitthvað hliðhollara en það síðasta. Ætla líka að vona að ég fái að upplifa fullt fullt af árum þar sem ég get hugsað til ársins 2006 sem reynsluríkt ár sem kenndi mér svo margt þrátt fyrir allar hraðahindranirnar. 

 

 

Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 258
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110760
Samtals gestir: 21055
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:29:22

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar