28.12.2006 10:35

Ísafold

Í gær fengið þið að sjá hvað leyndarmálið mitt var .  Ég var semsagt valin Íslendingur ársins af tímaritinu Ísafold. Blaðið kemur í verslanir í dag og þar getið þið nálgast viðtalið við mig ef þið hafið áhuga.  Vá þetta var ekkert smá mikill heiður og ég er hreinlega orðlaus yfir þessu öllu saman. Ég vil þakka Reyni Traustasyni  sérstaklega fyrir.... virkilega yndislegur maður þar á ferð og ég vil líka þakka fyrir öll frábæru verðlaunin sem ég fékk.  Ég og Reynir Trausta mættum síðan saman í Ísland í bítið í morgunn og ég er rosalega sátt með þetta allt saman og þrátt fyrir öll mín veikindi þá hafa veikindi mín samt gefið mér virkilega margar góðast stundir. Ég er alveg farin að sjá það að íslendingar eru virkilega gott fólk ... Ég hef virkilega fengið að finna fyrir því af eigin reynslu síðustu mánuði.

Lyfjameðferðin gekk virkilega vel í gær ... Gréta vinkona mætti eldsnemma með mér og það var alveg yndislegt að hafa félagsskap. Halla læknir lét mig fá stærri stera skammt því ég varð svo lasin síðast og líka til að ég gæti staðið undir öllu þessu sem er búið að vera að gerast síðastliðin sólahring .

Fer aftur upp á spítala um hádegi í lyfjameðferðardag 2 og losna svo við fröken dælu á morgunn.

Takk fyrir öll fallegu kommentinn ykkar .... sendi knús á línuna.

Kv Ásta Lovísa

Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 3
Samtals flettingar: 169810
Samtals gestir: 27878
Tölur uppfærðar: 29.1.2025 00:53:55

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar