25.12.2006 10:36Gleðileg jól !!!Gleðileg jól snúllurnar mínar Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar frá ykkur Aðfangadagur var æðislegur dagur. Enginn ástæða til að kvíða svona fyrir honum eins og ég var búinn að vera að gera Í dag förum við svo saman í jólaboð til Ingibjargar ömmu. Það verður án efa skrítið að fara þangað því afi er svo ný látinn og verður því örugglega hálf tómlegt að fara þangað. Fyrir einhverjum árum síðan var alltaf fullt af ættingjum í þessum jólaboðum á jóladag, en því miður þá er meiri hlutinn af ættinni minni látinn úr erfðasjúkdómnum sem er arfgeng heilablæðing. Blóð mamma mín lést úr honum þegar ég var að verða 8 ára og systir mín árið 2000. Finnst skrítið að hugsa tilbaka og bera þessa tíma saman. Eins og ég hef sagt áður þá var ég svo heppin að pabbi byrjaði með yndislegri konu þegar ég var 3 ára. Þau reyndar slitu samvistum þegar ég var 10 ára en þessi kona skildi svo sannalega ekki við mig og ennþá daginn í dag kalla ég hana mömmu og börnin mín hana ömmu. Þessi yndislega kona á afmæli á morgunn... íhaaaaa.... maður verður nú að kíkja á kellu og knúsa hana í klessu í tilefni dagsins Aðeins tveir dagar í lyfjameðferðina og loksins fæ ég Avastinið aftur ...... jibbýýýýý...... Hlakka til að fá þessa gulldropa því þeir voru sko sannarlega að standa fyrir sínu síðast. Aðeins eftir 2 skipti var hægt að sjá minnkun á meinvörpunum á myndum. Það er kraftaverk því Halla krabbameinslæknir var búin að segja mér að eftir 6 skipti þá væru góðar fréttir að meinvörpin væru búin að standa í stað og svo eftir önnur 6 skipti ætti ég að vonast eftir minnkun.....meira væri ekki hægt að fara fram á fyrst um sinn. Þannig að þetta er greinilega undralyf fyrir mig Kv Ásta Lovísa
Skrifað af Ástu Lovísu Flettingar í dag: 155 Gestir í dag: 8 Flettingar í gær: 400 Gestir í gær: 32 Samtals flettingar: 195447 Samtals gestir: 31314 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:24:57 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is