23.12.2006 19:30Aðeins verið að stelast í tölvuna :ÞTók mér pásu og ákvað að bulla hérna í ykkur nokkrar línur...... eða kannski margar það bara fer alveg eftir munnræpunni Stella vinkona kom til mín gærkvöldi þessi elska og vorum við að pakka inn gjöfum frá klukkan 20 fram að miðnætti ..... dæs.... Þetta ætlaði aldrei að taka enda .... hehehe..... Ég var eitthvað lúin í morgunn með svima og máttleysi þannig að Summi pabbi hennar Írenu Rutar bauðst til að hafa stelpuna þangað til á morgunn... þannig að hún kemur ekki til mín í dag litla skinnið. Þá vonandi næ ég að hvíla mig vel svo að ég verði eldhress á morgunn... íhaaaaaa. Mamma er búin að vera með Emblu í dag þannig að eftir hádegi skellti ég og Kristófer okkur saman á rúntinn að keyra út pakka og láta þrífa bílinn. Það er dálítið spennandi að fara að gerast 27.desember eftir lyfjameðferðina mína. Ég má ekki segja ykkur hvað það er.... Eina sem ég má segja er að horfa á Kastljósið þetta kvöldið Ég veit að það eru margir sem að fylgjast með blogginu mínu á hverjum degi. Mig langar að þakka öllum enn og aftur fyrir stuðninginn .... Hvort sem það hefur verið gegnum styrktarreikninginn, með fallegri kveðju hér á blogginu mínu eða gegnum mailið mitt eða bara með því að hugsa fallega til mín eða biðja fyrir mér Þó að sum ykkar þekkið mig ekkert þá er ykkur velkomið að kommenta hér eins oft og ykkur lystir... því ef ég hefði enga lesendur þá myndi ég ekki nenna að standa í þessu bloggi. Þið segið að ég gefi ykkur svo mikið með þessum skrifum mínum en þið gefið mér ennþá meira með kommentunum ykkar og mailunum Jólaknús og kossar á ykkur öll Kv Ásta jólasveinn Skrifað af Ástu Lovísu Flettingar í dag: 155 Gestir í dag: 8 Flettingar í gær: 400 Gestir í gær: 32 Samtals flettingar: 195447 Samtals gestir: 31314 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:24:57 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is