19.12.2006 19:49

Loksins blogg !!

Helgin hjá mér var fín. Ég sleppti reyndar afmælinu á laugardagskvöldið því ég var á flakkinu allan laugardaginn og bara orkaði ekki meira. Á svo yndislegar vinkonur þannig að þær skyldu mig alveg  þessar elskur .

Ég er eiginlega líka búin að keyra mig út í dag .... ætla seint að læra af reynslunni . Var farin út klukkan 9 í morgunn og kom ekki heim fyrr en seinnipartinn. Skellti þá jólalögum á fóninn og bakaði eina sort .... sem reyndar varð eitthvað skrítinn hjá mér ... heheheh.... fannst ég verða að baka allavega eina sort til að reyna að koma mér í einhvern jólafíling .... fíling sem mér virðist ekki takast að finna. Krakkarnir eiga að koma með smákökur og gos á morgunn í skólann þannig að mig langaði svo að geta bakað þó það væri ekki nema smá. Þannig að þau verða að taka með sér þessar fötluðu smákökur mínar .... sem betur fer keypti ég líka smá þannig að þau fá þá allavega einhverjar venjulegar . Núna sit ég hér og blóta mér þvílíkt fyrir að hafa verið með þessa vitleysu í dag og eftir sit ég lúin, þvílíkt pirruð og að drepast í skrokknum .... Please nenniði að berja eitthvað vit í mig ???? .

Jólin eru eitthvað að angra mig og kvíðahnúturinn virðist stækka og stækka eftir því sem nær dregur jólum. Ég veit ekki alveg afhverju ég læt svona því ég á yndislega fjölskyldu og börn sem ég kem til með að eyða jólunum með og í raun ekkert sem ég ætti að hafa áhyggjur af. Kannski er það bara málið að ég hræðist að fá ekki að njóta þessa yndislega fólks og fá að lifa með þeim um ókomin ár. Upp í huga mér kemur aftur og aftur sú hugsun að kannski séu þetta mín síðustu jól og mér finnst svo sárt að hugsa til þess. Auðvitað ætla ég ekkert að gefast upp og ég mun halda áfram að reyna að gera allt í mínu valdi til að fá að lifa sem lengst eða ná heilsu á ný en þetta er samt alltaf að bögga mig öðru hvoru . Kannski er þetta alveg eðlilegt að syrgja þetta .. allavega þá þarf ég að nota meira af kvíðastillandi þessa dagana. Ég sem var alveg laus úr þessum vítahring að þurfa að taka kvíðastillandi í tíma og ótíma en það er þó betra en að sitja grátandi og að finnast ég vera að kafna undan þessu öllu. Ég skil bara stundum ekki hvað er verið að reyna að kenna mér með þessari lífsreynslu og get ekki að því gert að mér finnst þetta rosalega erfitt .

 Ég horfi á börnin mín og hugsa hvernig þau komi til með að fúnkera í lífinu án mín. Oft felli ég tár og reyni svo að fela það fyrir börnunum mínum að mér líður illa í hjartanu mínu. Stundum tekst það ekki og þau spyrja mig afhverju ég sé leið. Ég gat ekki annað en fellt tár í gær. Ég sat með Kristófer og Emblu við matarborðið ... þá segir Embla allt í einu að einn vinur hans Kristófers hafi sagt að ég væri að fara að deyja. Embla greyið spyr mig hvort það sé satt og hvort að ég muni virkilega ekki batna. Þá svarar Kristófer því að ég muni aldrei læknast. VÁ hvað það var sárt að heyra þetta og geta ekki svarað því hvort þetta sé satt eða ekki. Hjartað mitt brotnaði þarna í þúsund mola. Afhverju þurfa börn alltaf að vera svona grimm ??? Afhverju þarf endalaust að vera velta þeim upp úr veikindum mínum ?? Ég veit alveg að þetta var aðeins 12 ára gamalt barn sem lét þetta út úr sér en þetta stakk mig samt. Finnst bara svo sárt að horfa í augun á englunum mínum og geta ekki gefið þeim nein svör um framhaldið . Finnst líka sárt að vera með þau tvö eldri hjá mér og vera með þetta litla úthald. Ég hef ekkert þol lengur til að umgangast þau án þess að verða þreytt og pirruð fljótt. Finnst erfitt að ef ég kem til með að tapa ... þá eyddi ég tímanum sem ég átti eftir sem þreytt og pirruð mamma. Ekki gaman það fyrir okkur öll !!!!!  Langar svo að vera ég aftur og geta sinnt sjálf öllum mínum börnum og öllu því sem því fylgir.

Flettingar í dag: 908
Gestir í dag: 238
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110692
Samtals gestir: 21035
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:08:03

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar