19.12.2006 19:49Loksins blogg !!Helgin hjá mér var fín. Ég sleppti reyndar afmælinu á laugardagskvöldið því ég var á flakkinu allan laugardaginn og bara orkaði ekki meira. Á svo yndislegar vinkonur þannig að þær skyldu mig alveg þessar elskur Ég er eiginlega líka búin að keyra mig út í dag .... ætla seint að læra af reynslunni Jólin eru eitthvað að angra mig og kvíðahnúturinn virðist stækka og stækka eftir því sem nær dregur jólum. Ég veit ekki alveg afhverju ég læt svona því ég á yndislega fjölskyldu og börn sem ég kem til með að eyða jólunum með og í raun ekkert sem ég ætti að hafa áhyggjur af. Kannski er það bara málið að ég hræðist að fá ekki að njóta þessa yndislega fólks og fá að lifa með þeim um ókomin ár. Upp í huga mér kemur aftur og aftur sú hugsun að kannski séu þetta mín síðustu jól og mér finnst svo sárt að hugsa til þess. Auðvitað ætla ég ekkert að gefast upp og ég mun halda áfram að reyna að gera allt í mínu valdi til að fá að lifa sem lengst eða ná heilsu á ný en þetta er samt alltaf að bögga mig öðru hvoru Ég horfi á börnin mín og hugsa hvernig þau komi til með að fúnkera í lífinu án mín. Oft felli ég tár og reyni svo að fela það fyrir börnunum mínum að mér líður illa í hjartanu mínu. Stundum tekst það ekki og þau spyrja mig afhverju ég sé leið. Ég gat ekki annað en fellt tár í gær. Ég sat með Kristófer og Emblu við matarborðið ... þá segir Embla allt í einu að einn vinur hans Kristófers hafi sagt að ég væri að fara að deyja. Embla greyið spyr mig hvort það sé satt og hvort að ég muni virkilega ekki batna. Þá svarar Kristófer því að ég muni aldrei læknast. VÁ hvað það var sárt að heyra þetta og geta ekki svarað því hvort þetta sé satt eða ekki. Hjartað mitt brotnaði þarna í þúsund mola. Afhverju þurfa börn alltaf að vera svona grimm ??? Afhverju þarf endalaust að vera velta þeim upp úr veikindum mínum ?? Ég veit alveg að þetta var aðeins 12 ára gamalt barn sem lét þetta út úr sér en þetta stakk mig samt. Finnst bara svo sárt að horfa í augun á englunum mínum og geta ekki gefið þeim nein svör um framhaldið Skrifað af Ástu Lovísu Flettingar í dag: 155 Gestir í dag: 8 Flettingar í gær: 400 Gestir í gær: 32 Samtals flettingar: 195447 Samtals gestir: 31314 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:24:57 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is