14.12.2006 18:07Lyfjameðferð dagur 2Þá er dagur tvö senn á enda. Halla doksi hafði greinilega rétt fyrir sér með líkamlegt ástand mitt því ég verð svo hrikalega lasin í gærkvöldi eftir lyfjameðferðina. Ég hef oft orðið slöpp en VÁ þetta var bara hræðilegt. Lá bara fyrir og ældi og ældi ... svei mér þá ég hélt varla höfði. Dagurinn í dag verður vonandi betri. Er ekkert flökurt núna ... bara máttlaus eftir gærdaginn. Nú skil ég afhverju Halla vildi alls ekki að ég fengi Avastinið þessa vikuna þrátt fyrri suð og tuð í mér um að ég myndi alveg höndla það. Ég hefði þá bara örugglega endað á sjúkrahúsi í gærkvöldi ef það hefði verið gefið líka. Gott að eiga góðan lækni að sem talar mann til og hefur vitið fyrir mann Helgin hjá mér verður þvílíkt busy þannig ég veit ekki alveg hvort ég nái að blogga mikið. Allavega ef ég skrifa ekki þá er engin ástæða til að hafa áhyggjur og senda mér trilljón mail Knús á alla línuna. Kv Ásta Lovísa Skrifað af Ástu Lovísu Flettingar í dag: 155 Gestir í dag: 8 Flettingar í gær: 400 Gestir í gær: 32 Samtals flettingar: 195447 Samtals gestir: 31314 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:24:57 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is