14.12.2006 18:07

Lyfjameðferð dagur 2

Þá er dagur tvö senn á enda. Halla doksi hafði greinilega rétt fyrir sér með líkamlegt ástand mitt því ég verð svo hrikalega lasin í gærkvöldi eftir lyfjameðferðina. Ég hef oft orðið slöpp en VÁ þetta var bara hræðilegt. Lá bara fyrir og ældi og ældi ... svei mér þá ég hélt varla höfði. Dagurinn í dag verður vonandi betri. Er ekkert flökurt núna ... bara máttlaus eftir gærdaginn. Nú skil ég afhverju Halla vildi alls ekki að ég fengi Avastinið þessa vikuna þrátt fyrri suð og tuð í mér um að ég myndi alveg höndla það. Ég hefði þá bara örugglega endað á sjúkrahúsi í gærkvöldi ef það hefði verið gefið líka. Gott að eiga góðan lækni að sem talar mann til og hefur vitið fyrir mann . Á morgunn losna ég svo við dæluna.

Helgin hjá mér verður þvílíkt busy þannig ég veit ekki alveg hvort ég nái að blogga mikið. Allavega ef ég skrifa ekki þá er engin ástæða til að hafa áhyggjur og senda mér trilljón mail . Þið eruð samt yndislegust og mér finnst alveg æðislegt að sjá hvað mikið af fólki og meira segja fólki sem ég hef aldrei hitt fylgist vel með mér. Mér er boðið í jóla dinner annað kvöld hjá foreldrum Didda. Á laugardaginn ætla ég að hitta tvær vinkonur mínar sem verða 30 ára í þessum mánuði og ætlum við að halda saman smá boð því ég gat ekki haldið upp á mitt afmæli því ég lá á spítlala. Þetta verður án efa voða gaman. Á sunnudaginn er mér svo boðið á jólahlaðborð á Hótel Geysi og ætla ég og Diddi að fara. Mmmmm get ekki beðið eftir að komast aðeins úr borginni og frá öllu þessu venjulega amstri og hugsunum.

Knús á alla línuna.

Kv Ásta Lovísa

Flettingar í dag: 829
Gestir í dag: 214
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110613
Samtals gestir: 21011
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 13:46:36

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar