13.12.2006 15:21

Lyfjameðferðin

Var að koma heim eftir lyfjakoktail dagsins. Fékk bara þrjú lyf í dag því ég mátti ekki fá aðal lyfið núna út af aðgerðinni. Fæ Avastínið milli jóla og nýárs. Góð jólagjöf það . Fékk reyndar furðulega auðkaverkun meðan ég var á spítalanum. Tungan á mér dofnaði öll upp og ég talaði eins og ég hefði verið á þvílíku fyllerís tryppi en það er að lagast núna sem betur fer. Ekkert smá óþægilegt.

Ætlaði svo að slappa af þegar ég kæmi heim ... en litli voffinn minn er búin að vera með skitu og búinn að vera að æla síðan í gær þannig að ég verð að fara með hann til dýra doksa. Eins gott að það sé allt í lagi með litla Tumalinginn minn.

Ég verð víst að reyna að taka því rólega þessa vikuna því Halla talaði um að það væri meiri líkur á vanlíðan og ógleði núna því það er svo stutt síðan ég var í aðgerð og líkaminn ekki alveg búinn að jafna sig. Verð að reyna að hlýða því en ég er eitthvað ofvirk þessa dagana enda stutt til jóla og svo margt sem þarf að gera.

Þórdís hetja er ein vinkona mín sem greindist með krabbamein í lungunum 20. október sl. Hún er eins og ég einstæð og er með eina litla 8 ára stelpu. Endilega ef þið getið reynið að styrkja þessa yndislegu konu ...... ég veit manna best hvað hjálpin ykkar hjálpaði mér mikið. Það er alltaf erfitt að vera að berjast fyrir lífi sínu og þurfa að hafa áhyggjur af peningum ofan á allt. Ef þið sjáið ykkur fært endilega hjálpið þessari konu. Síðan hennar og allar upplýsingar um hana eru hér : http://68.simnet.is/ . Munið að margt smátt gerir eitt stórt .

Kv Ásta Lovísa

Flettingar í dag: 427
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 147769
Samtals gestir: 24722
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:15:24

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar