11.12.2006 11:34

Blogg

Letin alveg að drepa mig í dag var fyrst núna að skríða úr rúminu . Ég hef reyndar löglega afsökun ... var svo mikið um að vera hjá mér í gær og ég því orðin alveg úrvinda. Systir mín og co mættu hérna í hádeginu í gær og við máluðum piparkökur með krökkunum. Mér leið betur eftir að hafa gert það því ég fékk svo mikin móral yfir að hafa ekki treyst mér að mála piparkökur með Írenu á leikskólanum hennar. Þannig að núna get ég andað léttar .  Eftir það eða kl 16 byrjaði svo afmæliskaffið hans Kristófers fyrir þá allra nánustu ættingja. Ég bara hafði ekki krafta í að halda þetta neitt stærra. Það er maður sem kallar sig bakarinn á barnalandi sem að bakaði þvílíkt flotta Arsenal köku handa stráknum og hún hitti ekkert smá í mark hjá drengnum. Mæli 100% með honum og ég held að hann sé með síðuna kaka.is á netinu. Kristófer fær svo að bjóða strákunum í bekknum sínum í keilu í dag ásamt öðrum afmælisstrák í bekknum. Ég og mamma hans ætlum að slá þessu saman og þetta verður án efa skemmtilegt fyrir þá.

Helgin gekk bara vel fyrir sig. Var með öll börnin laugardagsnóttina og mamma var hér líka mér til stuðnings. Er reyndar pínu þreytt og lúin en það bara gerir ekkert til því helgin var þess virði.

Ég er búin að gera samning við guð . Ef hann leyfir mér að lifa og ná heilsu á ný þá ætla ég að vinna í þágu krabbameinsveikra. Ég hef séð hvað þetta blogg mitt hefur vakið gríðarlega athygli og ég hef séð hvað sagan mín hefur hjálpað öðrum. Ég er því alveg ákveðin í því að ef ég fæ heilsu aftur þá mun ég gera allt mitt til að bera minn boðskap áfram og vera til staðar fyrir þá sem þurfa þess. Vonandi að ég fái að standa við þessi orð mín og þennan samning.

Knús á ykkur öll

K Ásta

Flettingar í dag: 301
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 147643
Samtals gestir: 24677
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:32:01

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar