09.12.2006 19:53

Laugardagur

Ég svaf eins og steinn í morgunn. Var alveg búin á því eftir allt rápið deginum áður. Lærði smá lexíu þar..... Er ennþá stirð og þreytt ... Í hádeginu fór ég í klippingu til mömmu. Varð að stytta það alveg eða það nær niður á kjálkabeinin. Ég hef ekki verið með svona stutt hár síðan ég var barn og mér finnst það pínu sárt að hafa þurft að klippa það svona stutt. Hárið á mér hrynur svo rosalega að það var bara ekkert annað hægt í stöðunni.  Hárið vex aftur þannig að ég verð bara að sætta mig við þetta þangað til.

Eftir klippinguna fór ég á Vegamót með Hödd systir. Fengum okkur gott að borða og áttum góða systra stund. Vegamót er frábær staður ... Hann er svo ódýr og maturinn þarna er frábær og þjónustan til fyrirmyndar. Held að þetta sé með þeim ódýrustu stöðum sem við eigum hér á höfuðborgarsvæðinu. Mæli 100% með honum. Eftir það fór ég heim og lagði mig smá til að safna kröftum áður en börnin komu. Núna eru öll börnin mín hjá mér og ætla að vera hérna í nótt. Mamma ætlar að vera hérna líka og ætlum að hafa það kósý hérna inni í vonda veðrinu .

Á morgunn ætla ég að mála piparkökur með krökkunum og eftir það verður smá afmælisboð fyrir nánustu ættingja mína.  Allt að gerast hjá Ástunni núna og mér finnst fínt að hafa nóg fyrir stafni..... Minni líkur á að kvíðaköstin banki upp á .

Knús á ykkur öll og takk fyrir öll fallegu kommentin .

Kv Ásta Lovísa

Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 258
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110760
Samtals gestir: 21055
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:29:22

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar