07.12.2006 21:33Smá böggHvað er málið með mig og tónlist ??? Ég hef alltaf verið svo mikil tónlistarkelling þá aðallega í vælu lögunum ... en núna eftir að ég veiktist þá virðist ég ekki geta hlustað á lögin mín án þess að ég fái kvíðakast... Æji þetta er svo vont því allar særandi hugsanir sækja þá svo á. Ég skrapp út með vinkonu minni núna í kvöld og kom svo heim, kveikti á tónlist og lét renna í bað og bara BAMM! Allt í einu sat ég skælandi eins og lítið barn sem vantaði knús. Afhverju get ég ekki hlustað á tónlist án þess að óæskilegar hugsanir banki upp á ???? Hugsanir eins og ... kannski séu þetta mín síðustu jól sem ég fæ að eiga með börnunum mínum og ég verði að gera sem mest úr þeim fyrir okkur..... ohhhh mér finnst ég vera að kafna!!! Ef ég næ svo ekki að standa undir þeim væntingum að halda hin fullkomnu jól. Svei mér þá það er stærðar kvíðakögull í maganum mínum núna og mér finnst ég svo ráðvilt eitthvað. Ég sakna þess svo að vera heilbrigð og geta bara haft áhyggjur yfir því hvað skal hafa í matinn þann daginn eða pirra mig út af smá munum. Æji þetta er svo sárt stundum og ég þrái svo að verða heilbrigð aftur. Á maður að lifa eins og þetta sé manns síðasti dagur??? Á maður að lifa lífinu hraðar þegar svona er komið eða hvað á maður að gera ??? Ég hræðist svo að eiga ekki langt eftir og langar svo að nýta tímann á sem bestan hátt en það er ekki þar með sagt að allir aðrir í kringum mann sem að eru heilbrigðir séu sammála því eða vilja taka þátt í því. Mér finnst ég svo misskilin eitthvað og mér finnst svo oft fólk ekki átta sig á því að kannski verði ég ekki hérna eftir ár... Æji úfff það er svo margt sem er að þjaka mig núna. Mér finnst ég vera að missa af öllu eitthvað og ég fæ samviskubit yfir að eyða degi án þess að gera neitt. Fæ samviskubit yfir að geta ekki verið með yngstu snúlluna mína. Mér finnst ég alveg vera að missa af henni. Það er erfitt að vera lasin og geta ekki sinnt barninu sínu vitandi það að maður er með bannvænan sjúkdóm sem gæti fellt mann á stuttum tíma og ekki geta eitt þessum dýrmæta tíma með henni. Æji mér finnst ég pínu vond mamma og ég veit að það er fáránlegt að finnast það en ég kemst ekki hjá því stundum. Í morgunn var verið að mála piparkökur í leikskólanum hennar og pabbi hennar fór og bauð mér að koma líka og ég bara treysti mér ekki til þess og sagði nei. Eftir á sat ég með móral í allan dag yfir að hafa ekki farið því kannski var þetta eini sjénsinn að mála með henni piparkökur á leikskólanum. Úffff púfff mér fannst ég svo vond og samviskubitið er ennþá að naga mig. Mig langar svo að standa mig og geta gert allt fyrir þau en ég bara get það ekki. Ég hef ekki kraftana eða örkuna og verð svo fljótt þreytt á þeim. Æji sorry þessi orð mín. Ég bara þurfti að fá að koma þessu frá. Já fröken Ásta er ekki bara kraftaverkakona með jákvæðnina í fyrsta sæti hún Ásta getur líka verið sár, reið, döpur og sorgmædd. Ég er langt frá því að vera fullkomin. Skrifað af Ástu Lovísu Flettingar í dag: 301 Gestir í dag: 71 Flettingar í gær: 159 Gestir í gær: 43 Samtals flettingar: 147643 Samtals gestir: 24677 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:32:01 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is