06.12.2006 22:55

INFO dagsins

Var að enda við að skríða inn um dyrnar. Skellti mér út að borða á Vegamótum með vinkonum mínum. Vá hvað það var gott að komast út og horfa á eitthvað annað en spítalaveggina. Samt skrítið ég held alltaf að ég sé orðin svo brött en um leið og ég fer út þá sé ég hversu mikið vantar upp á þrekið. Ætla samt að reyna að snúast aðeins á morgunn með henni Sirrý minni. Þarf að gera svo margt.... kaupa afmælisgjöf handa Kristófer og ýmislegt annað.

Ég þarf að fara upp á spítala á morgunn í blóðprufu og smá tjékk. Maður er eiginlega skíthræddur við að fara þarna upp eftir eftir að hafa heyrt um einhverja sýkingu þarna á spítalanum. Úffff eins gott að ná sér ekki í eina þannig .

Lyfjameðferðin er svo í næstu viku. Mér er farið að hlakka til án gríns. Gaf mér svo mikið pepp að vita að eitt meinvarpið væri nánast horfið. Vonandi gerist það sama með hin. Ég allavega trúi því.

Ég hef verið að mynda mikil tengsl við aðra krabbameinsveika sem hefur gefið mér svo mikið. Áðan var ég samt að hugsa að það hlýtur að vera erfitt ef einhver af okkur vinkonunum deyr. Það fékk mig til að hugsa pínu hvernig það myndi fara með mig. Ég veit að það gerir manni gott að mynda þessi tengsl því jú það er enginn sem að skilur mann eins vel og þær..... En ætli það sé ekki erfitt að horfa kannski á eftir þessum vinum??? Æji ég veit ekki þetta hræddi mig pínu því mér er farið að þykja svo vænt um þær og vil að við allar náum okkur. Kannski óþarfa pæling !

 

Flettingar í dag: 466
Gestir í dag: 125
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 147808
Samtals gestir: 24731
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 12:29:19

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar