05.12.2006 15:49Komin heim :)Þá er maður loksins komin heim ...... Vá það er svo gott að komast í sitt rúm og vera innan um sína hluti. Það er samt alltaf pínu stressandi þegar maður hefur verið lengi inn á spítala í vernduðu umhverfi og fara svo heim. Maður finnur aðeins fyrir óöryggi en sem betur fer lagast það fljótt. Mér finnst hjúkkurnar þarna á 12 G svo yndislegar og skemmtilegar að ég er eiginlega strax farin að sakna þeirra ... hehhehe..... alveg topplið á þessari deild. Lyfjameðferðin byrjar aftur í næstu viku. Það verður gott að byrja aftur. Það var svo gott að heyra að eitt meinvarpið væri nánast horfið. Mér er eiginlega farið að hlakka til að byrja aftur. Gott að vita að þetta sé að virka og núna hugsa ég til lyfjanna með góðum hug í staðinn fyrir að áður fyrr hugsaði ég um þau sem eitur. Þetta er jú mikið eitur en samt gott eitur sem á að lækna eða halda niðri. Held að það sé regla númer 1 þegar maður byrjar í svona lyfjameðferð að hugsa fallega til lyfjana. Sjá þau fyrir sér í huganum vera að vinna á meinunum. Ekki hugsa til þeirra með fyrirlitningu því ég virkilega trúi því að hugurinn sé sterkasta vopnið í þessu öllu saman. Ég sjálf hef til dæmis oft gert eitt þegar ég fæ verki. Ég leggst niður og hugsa að ég sé ekki með verk. Sé líkamann minn fyrir mér og að hann sé þakinn fallegu hvítu ljósi. Sé mig fyrir mér verkjalausa og segi aftur og aftur ég er heilbrigð og sé mig sem slíka. Oft hefur verkurinn farið við þetta og ég ekki þurft að taka verkjalyf. Hugurinn er svo rosalega öflugt vopn og maður á að nota sér það til góðs í staðinn fyrir að brjóta mann niður því þá er það akkúrat það sem gerist. Skrifað af Ástu Lovísu Flettingar í dag: 474 Gestir í dag: 126 Flettingar í gær: 159 Gestir í gær: 43 Samtals flettingar: 147816 Samtals gestir: 24732 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:17:06 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is