01.12.2006 17:05

Howdy :)

 Hæhæ allir :)

Loksins get ég farið að blogga aftur sjálf... hélt ég myndi farast úr blogg fráhvarfseinkennum .

Þarmarnir í mér eru loksins farnir að sýna smá virkni. Það gerðist bara í gær. Ég þurfti að fara með sjúkrabíl yfir á gamla Boggann þar sem stungið var á milli rifbeinanna á mér og þar komið fyrir dreni. Það nefnilega sást á myndum sem voru teknar í gær að það var risa graftarpollur fyrir ofan þarmana og kom þannig í veg fyrir að þeir næðu að starfa eðlilega. Áiiiii þetta var vont og er ennþá vont  að hafa þetta drena drasl hangandi þarna út. Guð hvað ég skammast mín fyrir steypuna sem vall upp úr mér þarna á skurðaborðinu.... heheheh.... mín heimtaði sko eitthvað slæfandi og ég fékk það aldeilis og eiginlega miklu meira en það...tíhíhíhí... . Held að ég þori ekki að hitta þann doksa aftur í bráð.

Ég er ennþá fastandi og viti minn eina sem ég get hugsað um er Thai matur. Mig laaaaaaangar svo í .....SLEF. Ég hugsa um Thai mat þegar ég vakna á morgnana og hugsa um Thai mat þegar ég sofna á kvöldin . Kellingin alveg að tapa sér !!!!

WOW ... það styttist óðum í jólin og ég hér. Mig langar svo heim að setja upp jólskraut ..... hehhehee... en það verður víst að bíða aðeins. Kristófer minn verður 11 ára núna 8.des. Eins gott að ég verði komin heim. Ég skal vera komin heim þá til að gera eitthvað skemmtó með stubbnum mínum.

Ég var að hugsa það áðan hvað það er búið að vera mikið spítala vesen á mér. Ég er búin að leggjast 4 sinnum inn síðan í lok júlí ... Reynið að toppa það . Vonandi verður árið 2007 mér betra.

Eins og Lilja mín sagði hér fyrir neðan þá fékk ég þær frábæru fréttir að eitt meinvarpið hjá mér er næstum horfið og hin eru óbreytt . Ég var svo glöð þegar doksi sagði mér það að þegar hann fór svo að tala um þarmana í mér þá sagði ég bara skítt með þarminn .... hehehhe. Engin þarmastífla gat skemmt svona gleði fréttir fyrir mér. Bestu fréttir sem ég hef bara fengið síðan ég veiktist.

Ég átti að byrja í lyfjameðferðinni á þriðjudaginn en af því ég lagðist aftur inn þá seinkar það aftur. Fæ reyndar ekki Avastinið til að byrja með  bara hin 3 lyfin. Það er eins gott að meinvörpin haldi sér óbreytt á meðan. Ég bara ætla að trúa því .

Loksins fenguð þið einhverja smá steypu frá mér. Vona að ég hafi getað glatt ykkur með það. Ég er öll að koma til og vonandi koma ekki aftur bakslög. Sem betur fer þá er ég ennþá laus við að þurfa enn annan uppskurðinn. Vona bara að það haldist þannig og að ég fari sjálf alveg í gang með hjálp drensins.

Kiss og knús á ykkur öll

Tjá tjá

Kv Ásta

Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 258
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110760
Samtals gestir: 21055
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:29:22

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar