27.11.2006 17:05

Komin heim :)

Jæja þá er kellan bara komin heim .

Ekkert smá gott að komast aftur í sitt umhverfi. Ég er öll að koma til og sárin gróa vel. Nú er bara að bíða þangað til ég fæ grænt ljós á að byrja aftur í lyfjameðferðinni. Finnst það pínu erfitt að geta ekki byrjað strax ... hræðist að fá fleiri meinvörp á meðan. Ég verð bara að krossa fingur og vona að það gerist ekki og ef það gerist þá verð ég bara að taka á því þegar þar að kemur.

Ætla að hafa þetta stutt og lagott í dag. Er pínu lúin óg langar mest að liggja fyrir. Vildi bara láta ykkur vita að ég væri komin heim.

Knús á ykkur öll.

Kv Ásta

Flettingar í dag: 155
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 400
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 195447
Samtals gestir: 31314
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:24:57

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar