Jæja þá er kellan bara komin heim
.
Ekkert smá gott að komast aftur í sitt umhverfi. Ég er öll að koma til og sárin gróa vel. Nú er bara að bíða þangað til ég fæ grænt ljós á að byrja aftur í lyfjameðferðinni. Finnst það pínu erfitt að geta ekki byrjað strax ... hræðist að fá fleiri meinvörp á meðan. Ég verð bara að krossa fingur og vona að það gerist ekki og ef það gerist þá verð ég bara að taka á því þegar þar að kemur.
Ætla að hafa þetta stutt og lagott í dag. Er pínu lúin óg langar mest að liggja fyrir. Vildi bara láta ykkur vita að ég væri komin heim.
Knús á ykkur öll.
Kv Ásta