Loksins er ég öll að koma til 
Var að enda við að troða í mig Dominos Extra pizzu sem að mamma færði mér hérna á spítalann. Spítala maturinn ekki alveg að gera sig hér eins og vanalega. Spurning hvort að ég fari ekki að senda mömmu í eldhúsið að kenna þessum kokki hvernig á að elda mat
.
Fékk að skreppa í smá leyfi í gær. Skrapp með henni Önnu minni heim og síðan á Style-inn... hehhehe.... allt gert til að þurfa ekki að borða hér. Ég var alveg búin eftir þetta brölt. Þegar á spítalann kom hlammaði ég mér í öllum fötunum upp í rúm og svaf í 2 tíma.
Í dag fékk ég aftur smá leyfi. Skellti mér í bíltúr með Didda og Lenu. Fengum okkur ís......susssss... smá svindl á bindindinu mínu
. Allt ísnum að kenna hann eiginlega stökk á mig. Ég sver það !!!
Eins og ég sagði áðan þá er ég öll að koma til og hlýtur að styttast í heimferð. Doksarnir eru allavega farnir að trappa mig niður á verkjalyfjunum og bíða eftir fyrsta tækifæri á að senda mig heim .... ekki það að ég sé svona leiðinleg
.
Kiss og knús í bili