22.11.2006 20:20

Er hér þó á spítala sé :)

Loksins hef ég heilsu til að blogga .... ....Vá hvað það er gott að koma aftur til ykkar!!!

Ætla að segja ykkur hvað gerðist. Fljótlega eftir að ég sofnaði á fimmtudagskvöldið vaknaði ég aftur og ekkert smá kvalin í maga og baki. Ég náttúrulega þrjósk eins og ég er..... harkaði þetta af mér og gerði ekkert í málunum í fyrstu. Ég hélt alltaf að herra verkur yrði hræddur við fröken þrjósku og myndi gefa eftir en það gerðist heldur betur ekki. Sem betur fer þá gisti Diddi minn hjá mér þessa nótt en ekki heima hjá sér þannig að ég pikkaði í hann undir morgunn alveg að drepast og var ég búin að vera að fela fyrir honum hvernig mér hafði liðið alla nóttina. Vildi ekki halda fyrir honum vökum ... hahhhaha... held að það sé ekki til meðvirkari manneskja en ég .  Á þessum tímapunkti lá ég háskælandi í fóstustellingunni og gat mig hvergi hreyft. Ég bað Didda um að rétta mér gsm símann minn og hringdi út til Daða bróðir sem er skurðlæknir í Svíþjóð. Hann sagði mér að rétta Didda símann og hann sagði honum að hringja strax á sjukrabíl.

Á leiðinni upp á spítala skalf ég eins og hrísla. Bæði vegna kulda og líka út af þeirri hugsun að krabbinn væri farinn að dreyfa sér um líkamann og þess vegna væri ég orðin svona veik. Vá hvað ég var hrædd og vá hvað það fóru margar hugsanir um hugann minn þessa stuttu leið. Ég hugsaði að ég gæti núna aldrei farið út með krakkana til Daða eftir jólin og jafnvel að ég næði ekki að lifa til jóla fyrst að ástandið væri orðið svona slæmt.  Enn sem betur fer þá var þetta ekkert tengt krabbanum ... hann meira að segja stendur í stað sem er frábært eftir aðeins 2 meðferðir af Avastini og líka miðað við hvað mínar frumur hafa verið agresívar.

Það sem gerðist var að þegar ristillinn var tekinn í ágúst og svo þegar ég fékk lífhimnubólguna viku seinna þá hefur myndast strengir í maganum sem oft gerist eftir stórar kviðarholsaðgerðir ... hvað þá tvær eins og ég hafði farið í. Þessi strengir strekktu svo allt í einu allt þarna inni og stoppaði alla fæðu og vinnslu í görnunum. Þetta var mjög alvarlegt ástand sérstaklega fyrst ég er á Avastin lyfinu því það má ekki skera fólk á því lyfi vegna blæðingarhættu og erfiðleika með gróunarferli. Læknarnir skelltu sér á netið og fundu nokkur tilfelli þar sem acut mál var að ræða eins og hjá mér og skurðaðgerðir höfðu gengið vel. Samt sem áður biðu þeir í sólahring og gáfu mér sterk verkjalyf á meðan og reyndu allar aðrar leiðir fyrst en án árángurs. Á laugardagskvöldið var ég síðan skorin og þeir pössuðu sig að hafa nóg af blóði og nóg af starfsfólki ef eitthvað myndi gerast sem betur fer varð aldrei til þess. Læknirinn sagði mér að hann hefði þurft að rekja allar garnirnar í gegnum einn strenginn áður en hann gat tekið hann... úff hljómar ekki vel .

Ástandið núna er þannig að eftir þessa stóru aðgerð er garnalömun í gangi. Ég er fastandi og bíð bara eftir að garnirnar taki við sér að nýju. Vonandi verður það   ekki löng bið því hungrið er alveg að fara með mig og ekki hjálpar matarvagninn og matarlyktin til. Ég veit að spítalamatur er ekki þekktur fyrir að vera góður en ég myndi éta hvað sem er núna og mér líður eins og verið sé að svíkja mig um mat af Argentínu eða eitthvað þannig .

Ég er á sömu deild og á sömu stofu og síðast ... hehhehe.. ekkert smá glöð með það því starfsfólkið hér á 12 G á Hringbraut er eitt það besta sem ég hef kynnst og belive me ég hef oft legið á spítala gegnum árin.

Takk fyrir allar fallegu hugsanirnar til mín síðustu daga og ég mun láta heyra í mér núna á hverjum degi ef heilsan leyfir.

Knús og klemm

Kv Ásta Lovísa 

Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 258
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110760
Samtals gestir: 21055
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:29:22

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar