20.11.2006 16:37

Nýjar fréttir af Ástu

Ásta bað mig að setja inn fyrir hana smá fréttir af henni:

Ásta fór í aðgerð á laugardagskvöld, það kom í ljós að garnirnar voru stíflaðar vegna samgróninga eftir fyrri aðgerðina og komst því engin fæða niður. Hún var búin að vera með töluverða kviðverki þegar hún var lögð inn.

Aðgerðin tókst vel þrátt fyrir áhyggjur um aukna blæðingarhættu vegna krabbameinslyfjanna. Hún er að jafna sig en það getur tekið lengri tíma fyrir sárið að gróa vegna krabbameinslyfjanna. Einnig hefur hún verið með hitavellu og smá samfallið annað lungað neðst en það virðist ekki há henni mikið, sem betur fer.

Góðu fréttirnar eru að krabbameinið í lifrinni stendur í stað, sem var það sem vonast var til að krabbameinslyfin myndu hjálpa til við. Meðan engin útbreiðsla né fjölgun er í gangi þá eru það góðar fréttir.

Ásta biður að heilsa öllum og vonast til að komast heim sem fyrst.

Flettingar í dag: 2347
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 629
Gestir í gær: 105
Samtals flettingar: 266918
Samtals gestir: 36720
Tölur uppfærðar: 20.8.2025 12:45:59

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar