16.11.2006 21:26

Loksins góðar fréttir :)

Sorry að ég sé ekki bún að blogga fyrr í dag .... netið mitt lá niðri um tíma þannig að ég komst ekki á netið. Það eru nokkrir búnir að senda mér mail og voru að hafa áhyggjur af mér.

Loksins fékk ég góðar fréttir for crying out loud .... Hnúturinn var ekki krabbamein heldur var þetta saumahnútur eins og Páll Möller hélt. Vá hvað það var mikill léttir að heyra það. Aðgerðin heppnaðist bara vel, ekkert blæðingarvesen eins og þeir voru hræddir við að myndi gerast. Hann var með eitthvað rafmagnstæki til að stoppa blæðingu til vonar og vara ef það myndi gerast. Ég reyndar féll aðeins niður í blóðþrýstingi en það lagaðist fljótt ... held að hræðslan hafi verið þar að verki.

Mig langar að segja ykkur frá Ljósinu í Neskirkju. Þar er unnið ekkert smá gott starf fyrir krabbameinsveika og aðstandendur þeirra. Mér finnst þessi staður ekki alveg fá það hrós og athygli sem hann á skilið. Ég álpaðist þarna inn og VÁ hvað það er gaman að fara þarna. Ég mæli eindregið með því að þið látið þetta berast svo að þessi staður fái þá viðurkenningu sem hann á skilið. Núna var verið að stofna ungliðahóp. Því miður þá erum við orðin ansi mörg af yngri kynslóðinni og ákvað því Erna í Ljósinu að stofna grúbbu sem hittist einu sinni í viku til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Við erum ekki þarna til að ræða krabbameinin.... Við gerum alveg nóg af því  í okkar daglega lífi, við erum að koma saman til að gera skemmtilega hluti saman. Núna erum við ungliðarnir að hittast á fimmtudögum kl 12:30 en sá tími gæti breyst og er því best að hringja í Ernu í Ljósinu ef einhver hefur áhuga á að koma. Endilega ef þið vitið um einhverja krabbameinsveika segið viðkomandi frá Ljósinu því þarna er svo gott að koma og viðkomandi hefur engu að tapa. Þarna er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum og ýmislegt í boði alla virka daga.

Við vorum að koma með nokkrar hugmyndir um hvað hægt væri að gera í þessum ungliðahóp:

* Kaffihúsferðir

* Dans.

* Leikræn tjáning.

* Leirlist með börnunum okkar.

* Sjálfheilun.

* Stafaganga.

* Fá listmeðferðarfræðing til að koma eða einhverja aðra fyrirlestra.

 

Endilega hjálpið mér að láta þetta berast því það er svo vont að vera einn með sjálfum sér þegar maður er með krabbamein sama á hvaða aldri maður er. Stuðningurinn þarna er alveg ótrúlegur og Erna er algjör perla. Kíkið endilega á linkinn:

 http://ljosid.org/

Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 258
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110760
Samtals gestir: 21055
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:29:22

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar