15.11.2006 17:29

Ástu væl :)

Ég vaknaði með velgju í maganum í morgunn. Sem betur fer lagaðist það og ég gat því mætt hjá henni Matthildi homopata. VÁ þessi kona er frábær og ekkert smá gott að tala við hana .... mæli alveg 100% með henni. Hún er með svona tæki sem segir hvað hver og einn þolir og þolir ekki. Hjá mér er margt sem ég þarf að forðast og mun ég reyna að fylgja því.

Á morgunn er þessi litla aðgerð sem ég þarf að fara í. Það er gert lítið gat á kviðvegginn svo hægt sé að kíkja þarna niður. Þetta er gert í staðdeyfingu og svei mér þá ég er bara ekkert stressuð. Páll Möller var svo viss um að þetta væri ekki krabbamein og vissan hans smitaðist yfir á mig og ég er bara mjög róleg yfir þessu öllu saman sem betur fer.

Í gær byrjaði ég á hugleiðslu námskeiðinu og ég dró Didda með .. hehehe... við verðum örugglega þvílíkir meistarar í hugleiðslu eftir einhvern tíma .... Hlakka ekkert smá til því það er svo vont að vera með hugann út um allt og vera veikur. Það er eins og hann stoppi aldrei og rosa margar mis góðar hugsanir sækja á. Hugurinn er einn af lykilatriðunum þegar maður er að reyna að læknast og ég virkilega trúi því að hugurinn sé miklu máttugri en við höldum.

Það er svo skrítið að þessa dagana er ég mjög jákvæð út í lífið. Ég er svo viss um að læknast þó læknavísindin segi annað. Það eru alltaf til undantekningar á öllu og ég er búin að heyra um marga sem hafa verið á lokastigi krabbameins með meinvörp og alles og hafa læknast. Konan sem er með mig í hugleiðslunni er eitt af þessum kraftaverkum. Hún fékk eitlakrabba og var komin með meinvörp um allan hrygg og hryggjarliði. Hún var á algjöru lokastigi þessa sjúkdóms en hafði betur. Í dag hefur hún verið án krabbameins í  ca 18 ár. Hún breytti um mataræði, fór að stunda hugleiðslu ásamt mörgu öðru samhliða lyfjameðferðinni. Hún átti ekki að geta snúið blaðinu við en hún gat það og ég veit að ég get það líka. Ég veit að ég get það og ég ætla mér það !!

Þessi mikli lífsvilji minn er farin að hafa jákvæðar breytingar á mér. Það er ekki langt síðan ég gat ekki gert plön. Mér var algjörlega um megn að festa eitthvað niður. Núna get ég það. Ég er búin að ákveða að fara til Svíþjóðar í janúar með krakkana. Ég á bara eftir að fá að vita hvenær Halla krabbameinslæknir leyfir mér að fara svo ég geti pantað farið. Ég ætla að fara og ég veit að við förum. Þetta hefði ég ekki geta gert fyrir stuttu án gríns.

Minn fallegi og yndislegi afi verður jarðaður á mánudaginn. Kistulagningin verður á föstudag og úfff mér kvíður pínu fyrir. Ég er svo þakklát að ég skyldi hafa farið til hans á föstudagskvöldið sl.... Ég náði að halda í höndina á honum, strjúka honum og tala örlítið við hann. Ég treysti mér ekki til að fara upp á spítala eftir að hann dó til að kveðja hann og ég lít svo á að ég hafi gert það þetta kvöld og ég er ekkert smá þakklát fyrir að hafa fengið þann tíma með honum. Ég og afi vorum aldrei þannig lagað náin en eftir að ég veiktist og hann fór að kíkja á mig upp á deild þegar hann lá á deildinni fyrir neðan mig kynntist ég honum eiginlega upp á nýtt. Hann fór að útskýra fyrir mér veikindin og ég var svo kvíðin eitt kvöldið því ég átti að fara í aðgerð daginn eftir til að fá lyfjabrunn og hann sagði mér að hafa ekki áhyggjur og sýndi mér brunninn sinn. Þarna gat hann miðlað sinni reynslu til mín og ég verð ævinlega þakklát fyrir það.

Þótt að krabbamein sé mjög alvarleg veikindi og ég tala nú ekki um þegar meinvörpin eru farin að láta á sér bera ... þá er samt svo margt jákvætt sem þessi veikindi hafa gefið mér. Það er ekki bara alslæmt að fá krabbamein og ég virkilega meina það. Ég veit að margir eiga eftir að hugsa... "vá nú er hún alveg að tapa sér kerlingin"... en þetta er satt. Það er svo margt jákvætt sem þetta hefur leitt af sér og ég er mun þakklátari fyrir hvern dag sem ég lifi.

Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 258
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110760
Samtals gestir: 21055
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:29:22

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar