Eftir fréttirnar af afa mínum í gær var ég pínu lítil í mér. Hödd systir kom til mín og við ákváðum að gera bara eitthvað skemmtilegt til að létta lundina. Saman drógum við Guðný frænku á Vegamót að borða og þaðan í bíó. Það var ekkert smá gott að komast aðeins út .... ég reyndar gerði eitt af mér ..... ég féll í mjólkurbanninu... BIG TIME . Í dag líður mér eins og alka sem hafi verið að falla... hehheeh.... . Ég ætla samt ekki að brjóta mig niður fyrir þetta .. ég var búin að standa mig svo vel og ég get alveg gert það aftur.
Á eftir er ég að byrja á hugleiðslu námskeiði. Hlakka ekkert smá til.... Ég ætla mér að ná að öðlast innri frið. Held að það geti gefið mér mikið í mínum veikindum. Á morgunn er ég svo að fara hitta hana Matthildi homopata. Rosa forvitin að vita hvað hún segir við mig. Leyfi ykkur að fylgjast með. Eins og þið kannski sjáið þá er ég með alla anga úti og er til í að reyna margt til að fá lengra líf ... helst lífið mitt alveg tilbaka.
Afi verður kistulagður á föstudag og jarðaður á mánudag. Kvíður pínu fyrir ... kannski ekkert skrítið. Hann er loksins búinn að fá friðinn og laus frá þessu erfiða lífi sem hann átti. Þið segið að ég sé hetja ... þið ættuð bara að vita hvað hann gekk í gegnum og alltaf stóð hann upp blessaður.