13.11.2006 13:36

Sorg í Ástu hjarta

Í dag lést afi minn eftir erfiða baráttu við krabbamein..... Úfff ég er með rosa stóran hnút í maganum og í fyrsta sinn í marga daga þurfti ég að taka kvíðastillandi . ...Mér finnst svo erfitt að hugsa til þess að ég fékk sama krabbann og afi. Krabbinn byrjaði hjá honum í ristlinum, fór þaðan í nokkra eitla í kviðarholinu og þaðan í lifrina (eins og hjá mér), og endaði svo í lungunum . Ég veit alveg að ég á ekki að bera okkur saman því hann var orðinn gamall maður og ég er bara 30 ára og það var hans ákvörðun að hætta allri lyfjameðferð .. en þetta er samt svo erfitt !! Auðvitað kemst ég ekki hjá því að hugsa til þess þótt ég reyni að gera það ekki.

Æji í dag er Ástu hjarta lítið. Ég veit að ég verð að halda minni bjartsýni áfram og trúa því að ég komist yfir þetta. Trúa því að ég muni læknast þrátt fyrir öll mótlætin sem ég er búin að finna fyrir upp á síðkastið. Ég bara verð og ég má ekki gefast upp !!  Það er bara svo erfitt að halda andlitinu þegar alltaf gerist eitthvað sem að dregur mann niður. Ég hugga mig samt við það að afi var orðinn sáttur við sitt og það var fyrir bestu að hann fengi að fara fyrst veikindinn voru orðinn svona mikil. Samt skrýtið að hugsa til þess að mér finnst svo stutt síðan að við láum bæði á sama spítalanum reyndar ekki á sömu deild og hann var alltaf að trítla upp til mín á kvöldin til að bjóða mér góða nótt. Þá var það ég sem var svo lasinn en hann í hvíldarinnlögn og var nokkuð hress. Datt ekki í hug að við fengjum svona stuttan tíma....

 

Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 258
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110760
Samtals gestir: 21055
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:29:22

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar