09.11.2006 17:38Lyfjameðferðin í dagLyfjameðferðin gekk vel fyrir sig í dag. Reyndar var Halla Krabbameinslæknir að skoða skurðinn minn því það eru tveir bólgu hnútar í honum sem þarf að skoða. Það er hægt að fá krabbamein í skurðinn ... en hún sagði við mig að vera ekki hrædd því að lang oftast þegar krabbamein fer í skurðsár þá eru hnútarnir eins og hraunmolar viðkomu en mínir eru það ekki þannig að ég verð bara að vona það besta. Það er bara eitt vandamál sem blasir við því núna er ég byrjuð að taka Avastin lyfið sem ég þurfti undanþágu fyrir og ein slæm aukaverkun sem fylgir því lyfi er aukin blæðingarhætta og sár eiga erfitt með að gróa og þá vandast málin. Hún ætlar að tala við skurðlæknana í fyrramálið og sjá hvort að þeir geti mögulega tekið þá því þeir eru mjög grunt undir húðinni og ætti því að vera minni líkur á að upp komi blæðingarvandamál. Þeir koma þá vonandi að skoða mig á morgunn... Æji það er svo vont að vera lengi í óvissu ástandi þannig að ég vona að ég þurfi allavega ekki að bíða lengi eftir svari. Ef þeir vilja ekkert gera þá verður bara að reyna að ná sýni úr þessu með nál eða eitthvað. Allavega þá ætla ég ekki að leyfa mér að vera með of miklar áhyggjur af þessu núna Fyrir ykkur sem langar að fylgjast með mér aðeins nánar þá kem ég í Kastljósinu í kvöld og DV á morgunn Á morgunn er svo dagur tvö í lyfjameðferðinni. Læt ykkur vita á morgunn hvernig það gekk. Allavega þá er ég mjög bjartsýn á lífið þessa dagana og alveg ákveðin í því að sigra. Annað bara kemur ekki til greina !!! Skrifað af Ástu Lovísu Flettingar í dag: 9 Gestir í dag: 2 Flettingar í gær: 400 Gestir í gær: 32 Samtals flettingar: 195301 Samtals gestir: 31308 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:03:43 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is