08.11.2006 13:12

Hress sem fress

Ég vaknaði alveg þvílíkt hress í morgunn. Átti von á gestum þannig að ég bara varð að drullast snemma á lappir . .. ætla ekkert að segja neitt meira um það í bili... *SUSSSS* .

Á morgunn hefst lyfjameðferðin aftur. Þarf að mæta snemma og það er langur dagur á morgunn. Fæ allan lyfjakokteilinn sem ég er búin að segja hér  frá áður. Dagur tvö (föstudagurinn) er miklu styttri og svo á laugardaginn er dælan mín tekinn. Elsku dælan sem fær meira að segja þann heiður að sofa hjá mér þegar ég er í þessum viku törnum . Maður losnar ekki við hafa hana á maganum þessa 3 daga.

Fram undan er helgin. Ég er barnlaus þá og vonandi verð ég nógu hress til að gera eitthvað skemmtilegt.... Kemur í ljós eins og svo oft áður og erfitt að vita fyrir fram. Þó svo að ég sé að fá sömu blönduna og síðast þá getur það verið misjafnt eftir skiptum. Fyrst þegar ég byrjaði í lyfjameðferðinni þá leit ég á lyfin sem eitthvað eitur. Sérstaklega þegar ég var búin að heyra að þau væru blönduð inn í glerskápum og viðkomandi sem að blandar þau þarf að vera í risa hönskum og bara með hendurnar inn í þessum skáp. Lyfin eru svo sterk að ef maður fær dropa á húðina þá skilur það eftir brunasár og svo er verið að dæla þessu í mann... Þannig að ég leit fyrst á þau með smá fyrirlitningu. En það er sem betur fer allt að breytast. Lyfin eru jú þau sem ég bind vonir við að lækni mig. Er þá nokkuð annað hægt en að þykja pínu vænt um þau ???

 

 

Flettingar í dag: 301
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 147643
Samtals gestir: 24677
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:32:01

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar