06.11.2006 19:30

Bloggpása hvað ????

Sorry ég bara nennti ekki að blogga í gær og ákvað því að taka mér smá bloggpásu

Helgin gekk ágætlega fyrir sig. Fékk reyndar kvíðakast á laugardagskvöldið þegar það var komin ró hér á heimilinu... það er yfirleitt þá sem þessi köst koma, þegar hugurinn fær frí frá umhverfinu þá er eins og þessar hræðslu hugsanir sæki á. Ég lét renna í bað, kveikti á kertum og setti á fallega rólega tónlist í þeim tilgangi að slaka á en þá ásóttu ákveðnar hugsanir mig og ég bara leyfði þeim að koma og grét og grét eins og barn. Eftir á þá leið mér betur og gat sofnað og svaf til næsta dags. Það er aldrei gott að fá kvíðakast ég veit það en ég held samt að það hafi verið komin tími á smá losun. Það er ekki alltaf hægt að halda andlitinu og brosinu þegar maður er að berjast fyrir lífi sínu.

Í gær fór ég að horfa á minnstu snúlluna mína syngja í söngskólanum. Pabbi hennar var svo sniðugur að setja hana á söngnámskeið til að hún fengi aðeins útrás fyrir þessari miklu og háu rödd sem hún hefur ..... heheheh.... það var ekkert smá gaman að horfa á litla dýrið mitt sem er aðeins 3 ára upp á sviði að syngja með nokkrum krökkum. Eftir það fékk ég smá frítíma frá krökkunum og skellti mér í smá heimsókn og út að borða með elsku múttunni minni. Það var ágætt að fá smá hvíld og fá að vera ein með mömmu. Ég, Mamma og Kristófer minn skelltum okkur svo upp í nýju íbúðina sem að systir mín og maðurinn hennar voru að kaupa sér .... TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ SNÚLLURNAR MÍNAR !!!!

Ég var löt í dag enn einu sinni . Ákvað að halda mér heima því ég svaf sama og ekkert í nótt því ég var með svo slæman hósta. Ég var búin að gera margar heiðarlegar tilraunir að stoppa þetta gelt en án árángurs fyrr en undir morgunn. Þannig að ég lagði mig aftur  þegar börnin voru farin í skólann og svaf fram að hádegi.... Mmmmm... það var sko næs og ég er bara með engan móral yfir því .

Lyfjameðferðin hefst svo aftur á fimmtudaginn. Tekur 3 daga eins og vanalega og vonandi að ég verði svipuð og síðast.Var nokkuð brött þrátt fyrir að vera þreytt. Það er skárra að vera þreyttur en að líða illa.

 

 

 

Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 258
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110760
Samtals gestir: 21055
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:29:22

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar