04.11.2006 16:24

Laugardagur

Dagurinn í gær gekk bara ágætlega fyrir sig. Ég var reyndar orðin rosa þreytt og var sofnuð fyrir kl 23 á föstudagskvöldi ... Úthaldið er svo fljótt að fara þegar maður þarf að hugsa um börn ásamt mér sjálfri. Ég var mjög heppin að grísirnir sváfu öll til kl 9 í morgunn þannig að ég fékk góðan næstursvefn.

Stella kom til mín áðan og við skelltum okkur í Maður Lifandi ... Guð hvað þetta er hrikalega dýr búr ... Mér finnst það eiginlega synd því það er eiginlega bara fyrir ríka fólkið að geta verslað það sem er holt fyrir líkamann..... Eins og ég hef áður sagt þá er ég að taka mataræðið í gegn. Allar mjólkurvörur fengu að fjúka og í staðin koma soyavörur. Gengur ágætlega þannig lagað .... það sem ég sakna mest er súkkulaði og ís ... skítt með mjólkurvörurnar. Ég á að vera á fljótandi fæði í mánuð samkvæmt Kolbrúnu en ég er ekki alveg að geta það..... Æji það hlýtur að vera nóg að borða engar mjólkurvörur, borða mikið af svona fljótandi dóti en fá líka stundum salat, kjúkling, fisk og lambakjöt.

Ég hef dálítið verið að hugsa um dauðann.... Ég viðurkenni það alveg að ég hræðist hann rosalega og mig langar svo virkilega að fá að lifa og verða gömul. Ég veit alveg að það er mjög ólíklegt að ég nái því... . Ég á rosalega erfit með að sjá í sjónvarpinu eða í myndum fólk að deyja og sérstaklega ef verið er að sýna úr jarðaförum.... Ég fór á Mýrina um daginn og ég átti bágt með að labba ekki út þarna í byrjun myndarinnar. Greyið Diddi minn horfði alveg stíft á mig því hann virkilega fann hvernig mér leið og var alltaf að spyrja mig hvort það væri allt í lagi með mig..... En í gær fór ég að hugsa afhverju ég ætti eitthvað að þurfa að hræðast dauðann meira en aðrir ???? Ekkert okkar veit hvenær við deyjum þannig að við verðum öll að lifa í núinu og taka hvern dag fyrir sig. Ég gæti þess vegna orðið fyrir bíl á morgunn eða pabbi minn eða bara hver sem er. Gærdagurinn er farinn og ég lifði hann og nú er það dagurinn í dag og svo koll af kolli. .. Við munum öll deyja einhvern tímann og þess vegna er meiri ástæða til að lifa og nýta hvern dag til hins ýtrasta og vera þakklát fyrir það sem við höfum.... Ég átti það til að vera pirruð út af smámunum og ég get stundum verið það ennþá en ég verð samt að segja að eftir að ég veiktist þá fékk ég  pínu nýja sýn á lífið.... Það er þá allavega eitthvað jákvætt við þennan krabba... Það er stundum eins og eitthvað slæmt þurfi að gerast svo við metum það sem við höfum eða höfðum áður. Það er eiginlega fáránlegt ef maður hugsar út í það. Held að flest okkar séum frekar vanþakklát og heimtufrek. Allavega var ég það og vonandi kenna veikindi mín mér að sjá betur þessa bresti og gera eitthvað í málunum.

Í alvöru spáið aðeins í þessu. Lærið að meta það sem þið hafið og þakkið fyrir að hafa góða heilsu því það er ekki þar með sagt að þið hafið hana á morgunn eða eftir ár eða 10 ár. Við erum ekki ódauðleg og ósnertanleg og tilveran er ekki sjálfsögð.

Nóg með mínar predikanir og hugsanir

Tjá tjá

Kv Ásta

 

Flettingar í dag: 301
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 147643
Samtals gestir: 24677
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:32:01

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar