02.11.2006 21:28Blogg bloggÉg hef stundum verið að lenda í því að fólk trúi því ekki að ég sé veik ... heheheh.... það virkilega horfir á mig eins og ég sé að ljúga án gríns þegar ég segi þeim hversu veik ég virkilega er. Þarf fólk virkilega alltaf að vera með vist "veikinda lúkk" þegar það veikist???? Æji svei mér þá mér fynnst þetta frekar skondið. Ég lít ennþá út eins og ég leit út áður nema bara grennri og með jú nokkrar bólur og aðeins þynnra hár en ekkert alvarlegt þannig lagað ennþá. Ég hætti ekki að taka mig til og klæða mig þó ég sé veik og mér finnst annað bara fáránlegt. Endilega rotið mig ef ég fer yfir á hina hliðina PLÍÍÍÍS Í dag byrjaði ég að taka þetta gums frá henni Kolbrúnu í Jurtaapótekinu. Verður gaman að sjá hvort að allt þetta dóterí virkar eða ekki. Allavega þá ætla ég að reyna allar leiðir til að halda mér á lífi. Ég er búin að taka út allar mjólkurvörur og ætla að reyna að forðast sykur en ætla samt ekki alveg að meina mér um allt með sykri en mjólkurvörur eru alveg úti hjá mér. Ætla líka að finna einhver hugleiðslu námskeið eða eitthvað slakandi..... ekki veitir af....því hausinn á mér stoppar ALDREI !!!! Það er svo vont að vera með svona ofvirkan haus því hugsanirnar láta mann aldrei í friði og þá nær maður ekki að slaka á og meiri líkur á kvíðaköstum. Endilega ef þið vitið um eitthvað sniðugt heilunar eða hugleiðsludæmi endilega látið mig vita. Ég var rosa dugleg í Alanon áður en ég veiktist en hef því miður ekki mikið geta mætt síðan ég veiktist. Eða eiginlega bara sama og ekkert. Ég var svo heppin að fólk tók sig saman og ætlar að mæta til mín um kl 22 og halda Alanon fund hér heima í stofu hjá mér ... hehehe .... æji mér finnst það bara æðislegt hvað fólk er tilbúið að gera margt fyrir mig og ég verð ykkur ævinlega þakklát (vonum bara að ævin mín verði það löng að ég verði skuldug ykkur leeeeeeeengi). Ætla að láta þetta duga núna því liðið fer að koma Knús og klemm á ykkur öll
Skrifað af Ástu Flettingar í dag: 9 Gestir í dag: 2 Flettingar í gær: 400 Gestir í gær: 32 Samtals flettingar: 195301 Samtals gestir: 31308 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:03:43 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is