01.11.2006 18:36

Góður dagur :)

KOMNAR NÝJAR MYNDIR !!!!!!

Ég vaknaði í morgunn mun hressari en ég var í gær...... thank God  .... Mér finnst svo erfitt þegar ég er svona lítil og brothætt því þá þarf svo lítið til að koma mér úr jafnvægi. Ég þurfti að taka tvær kvíðastillandi í gær og þær virkuðu vel sem betur fer. Það er svo skrítið að ég er að fá þessi kvíðaköst á svo skrítnum tímum .... t.d  lendi ég oft í því þegar ég er að keyra og heyri eitthvað lag sem snertir mig (ójá ég og tónlist erum like this || og falleg lög fá mig auðveldlega til að fella tár )....Ég gjörsamlega tapaði mér um daginn þegar lagið Kveðja með Idol Snorra kom. Lagið er íslensk útgáfa af laginu Can´t cry hard enough. Mér fannst það passa svo við mig enda er íslenska útgáfan samin fyrir jarðaför ungrar konu sem átti ung börn.  Það er allavega á hreinu að ef ég tapa minni baráttu þá vil ég að þetta lag verði sungið í minni jarðaför.... SUSSS... ég veit að ég á ekki að hugsa svona en ég má það pínu er það ekki ????´

Eins og ég sagði áðan þá er þetta búið að vera virkilega góður dagur. Engin kvíðaköst og ég ekki þurft að taka nein kvíðastillandi sem er mjög gott. Ég og Diddi fórum í Jurtaapótekið til hennar Kolbrúnar til að fá ráðleggingar sem að gætu hjálpað. Ég er til í að reyna allar leiðir til að læknast eða fá góðan tíma til að koma börnunum mínum á legg. Annað er bara óhugsandi í mínum huga. Ég ætla að taka allar mjólkurvörur út og reyna að minnka sykurát. Þetta verður erfitt því ég er algjör mjólkur og sykurkelling ... en til að gera þetta spennó þá fór ég og keypti mér safapressu, uppskriftabókina Endalaus orka og fullt af ávöxtum og ætla ég að vera dugleg að blanda mér djúsí og holla safa í staðin fyrir að hella kók í glas. Ég er í raun bara spennt enn sem komið er .... hehehhe... vonandi að það haldist þannig. Það er bara svo erfitt að hætta að borða eða drekka eitthvað sem manni finnst gott en ég hef bara ekki efni á því að sukka meira ..... jú við erum að tala um líf mitt !!!

Núna í kvöld ætlar fjölskyldan mín að koma saman og borða. Ma & Pa  og systkini mín ætlum að elda okkur hér heima hjá mér. Daði bróðir er að fara aftur út í nótt til fjölskyldu sinnar og það er aldrei að vita ef heilsan leyfir að ég geti kíkt til þeirra með börnin í janúar *krossafingur*. Það yrði ekki leiðinlegt .

Í lokin langar mig að þakka öllum sem að hafa styrkt mig gegnum styrktarreikning. Ég á bara ekki til orð án gríns og ég sendi ykkur 1000 þakkir og knús fyrir.

Ætla að láta eina bæn fylgja með sem ég sá hangandi í ramma upp á vegg á Krabbameinsdeildinni og mér finnst svo falleg :

 

Þegar raunir þjaka mig,

þróttur andans dvínar.

Þegar ég á aðeins þig,

einn með sorgir mínar.

Gef mér kærleik gef mér trú,

gef mér skilning hér og nú.

Ljúfi Drottinn lýstu mér,

svo lífsins veg ég finni.

Láttu ætíð ljós frá þér,

ljóma í sálu minni.

 

Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 258
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110760
Samtals gestir: 21055
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:29:22

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar