27.10.2006 17:34

Rok, rok, rok og meira rok

Úfff ekki var veðrið skemmtilegt í morgunn þegar ég vaknaði .... Dósirnar mínar á svölunum ákváðu að stíga dans mér til mikillar gleði eða þannig .

Var pínu löt í morgunn... ætlaði aldrei að nenna að vakna og ég bara leyfði mér það því ég átti ekki að mæta á spítalann fyrr en kl 13. Ég drattaðist á fætur um kl 11 og kom mér og Emblunni minni í föt því það eru víst vetrarfrí í gangi í skólanum hjá krökkunum þessa dagana og ég varð því að setja Emblu í pössun til Dagmar Dóru. Eftir það skellti ég mér á spítalann og var þar í lyfjameðferð til kl 15:30 og núna er ég með dæluna mína frægu á maganum til morgunns þar til hún verður tekin og þá er ég laus í 1 og 1/2 viku þar til næsta törn byrjar. Ég er ennþá nokkuð brött og ekki ennþá farin að finna mikið fyrir aukaverkunum og vonandi slepp ég bara vel í þetta sinn. Finnst það samt hæpið enda komin á svo mörg lyf... og jú þau öll hafa sínar aukaverkanir og því meiri líkur á að maður verði eitthvað slappur.  Sterarnir eru að gefa mér orkuna núna og ég er meira að segja rjóð í kinnum af þeim ... hehehhe.... frekar fyndin svona rjóð og sælleg en þegar steratökunni er hætt sem verður á morgunn þá kemur skellurinn vanalega og maður verður slappur og fölur og sefur og sefur.

Á eftir kemur Daði minn aðeins í bæinn. Alltaf gaman að sjá brósa sinn enda svo þvílíkt skemmtilegur kauði. Ég, pabbi, mamma, Hödd systir og co, Daði, Diddi og Lena ætlum að hittast og borða saman. Það verður án efa skemmtilegt eins og vanalega þegar við öll komum saman. Krakkarnir mínir verða reyndar ekki með enda pabbahelgi þessa helgina sem er jú ágætt því helgin fer örugglega að mestu leyti í það að hvílast ef ég þekki mig rétt og þegar ég er í miðri lyfjagjöf. Annars er helgin óráðin að mestu leyti ... því mér finnst rosalega erfitt að plana hluti fram í tímann því ég veit aldrei hvernig ég verð hverju sinni. En samt er alltaf verið að segja við mig að ég eigi að plana hluti sem mig langar til að gera og þá frekar að fresta þeim ef ég treysti mér ekki til. Ég held að það sé rétt en ég á bara svo erfitt með að beila á fólk. Mér finnst það svo leiðinlegt en kannski er það rétt að maður eigi samt að plana eitthvað til að hafa fyrir stafni og maður geti hlakkað til fyrir. Kannski ég þurfi að prufa að tileinka mér þessa nýju tækni set það allavega á to do listann minn

Annars er í raun ekkert voða mikið meira að frétta af mér. Allt heldur sinn vanagang og líf mitt snýst eiginlega bara um börnin mín, fjölskylduna og mín veikindi. Ég held mínu striki áfram og berst með kjafti og klóm og ég vil ekki trúa því að þetta sé ólæknandi þó að læknavísindin segi það. Við vitum öll að kraftaverkin gerast á hverjum degi og afhverju ekki alveg eins ég ?????´

Ég veit að það eru mjög margir sem eru að fylgjast með blogginu mínu sem mér finnst alveg frábært. Ég vil endilega ef það er einhver sem er ný greindur með krabbamein, með krabbamein eða á maka sem er með krabbamein.... eða bara langar að spjalla við einhvern sem er í sömu sporum þá má hinn sami senda mér email og hafa samband við mig. Emailið mitt er hægra meginn til hliðar eða : astalovisav@hotmail.com  .   Ég veit stundum ekki hvar ég væri ef að pabbi hefði ekki komið mér í samband við hana Hildi snúllu sem er líka að berjast við erfiðan krabba. Hún er sú sem skilur mig best og sparkar mér áfram þegar ég er alveg við það að gefast upp og það er bara svo mikilvægt að geta talað við einhvern sem að er að ganga í gegnum þetta sama og getur kýlt mann áfram. Einnig hef ég verið í sambandi við hana Dæju sem er líka að berjast við krabbamein og við erum allar á svipuðum aldri og það er bara svo gott að geta fengið að heyra þeirra reynslu og upplifun og miðla minni reynslu tilbaka. Þannig að ég vil vera til staðar og hjálpa ef einhver vill nota mig þá er það alveg velkomið án gríns .

Knús og klemm

Kv Ásta

Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 258
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110760
Samtals gestir: 21055
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:29:22

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar