26.10.2006 17:04Lyfjasúpa dagsinsÞá er fyrsta lyfjasúpu deginum mínum lokið... íhhaaaaa Ég mætti klukkan 08:30 í morgunn og í mig var dælt þvílíkri lyfjasúpu ....heheheh... ég var ekki komin heim fyrr en um kl 15. Ég var semsagt að fá tvö ný lyf ofan á hin lyfin sem ég var með áður (fyrir utan eitt) og ég vona svo innilega að þessi koktaill komi til með að hjálpa mér. Það er kominn tími á að fá einhverjar góðar fréttir til tilbreytingar. Svei mér þá ef ég er ekki farin að mynda þvílíkt þol gagnvart mótlæti...... en samt þá eru takmörk hvað maður þolir endalaust. Ég veit að ég er þrjóskari en *píb*og ég mun nýta þessa þrjósku og nota hana mér til góðs í þessari baráttu. Ég ætla mér að vera eitt kraftaverkið sem að læknavísindin gapa yfir. Það er eitt sem pirrar mig þvílíkt þessa dagana. Það er bílastæða vesenið á LSP. Núna er búið að taka upp stöðumæladæmi á bílastæðunum sem eru næst spítalanum.... ok ég skil það vel og hef þannig lagað ekkert út á það að setja .. ENN málið er að núna vill enginn leggja þar lengur og leggja á stæðunum fjarri spítalanum. Þegar maður er í lyfjameðferð þá eru lyfin blönduð í apótekinu þegar maður kemur... eru semsagt ekki tilbúin. Ef það er mikið að gera á deildinni og margir í lyfjameðferð þá getur orðið ansi löng bið eftir lyfjunum og ég tala nú ekki um þegar maður þarf mörg eins og ég. Ég hef lengst þurft að bíða í 4 tíma eftir þeim án gríns. Þegar maður er í lyfjameðferð verður maður máttlaus og pínu slappur. Ég get samt oftast keyrt sjálf enda vil ég ekki vera upp á aðra endalaust komin..... Ég lendi því miður oft í því að þurfa að leggja langt í burtu og jafnvel í hverfunum í kring og staulast svo drullu slöpp tilbaka með lyfjadæluna sem ég þarf að taka með heim á maganum því annars enda ég alltaf á því að fá stöðumælasekt . Guð hvernig verður þetta þegar snjórinn og almennilegt rok fer að gera vart við sig?????.. Guð ég vil ekki einu sinni hugsa til þess. Ég veit aldrei hversu lengi ég þarf að vera þarna inni hverju sinni og við getum ekki hlaupa út í miðri lyfjameðferð til að setja pening í mælana. Er ekki nóg að þurfa að borga fyrir hverja komu á spítalann sem er nógu andskoti dýrt án þess að þurfa líka að punga út þvílíkri summu í þessa kassa eða að borga himinháar sektir ??? Nota bene ég er það oft á spítalanum að ég er að spá að setja LSP inn sem annað lögheimili mitt
Skrifað af Ástu Flettingar í dag: 155 Gestir í dag: 8 Flettingar í gær: 400 Gestir í gær: 32 Samtals flettingar: 195447 Samtals gestir: 31314 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:24:57 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is