24.10.2006 17:41Góðar og slæmar fréttirÉg mætti í dag til doksa. Viðtalið fór ekki alveg eins og ég hafði vonað og beðið fyrir. Það kom í ljós í þessari myndatöku að meinvörpin í lifrinni eru ekki 5 heldur 10... TAKK FYRIR !!! Með því fór alveg sú von að hægt sé að skera. Þau eru öll reyndar lítil en þau eru samt 10 stk. Halla læknir hafði samband við annan lækni sem er ekki búin að svara með það hvort hægt sé að nota frysti eða hita aðferðina. Fæ að vita það á morgunn .... það er reyndar ólíklegt að ég fái það í gegn eins og staðan er í dag Það var samt einn jákvæður punktur í þessu öllu saman. Læknirinn minn sótti um undanþágu lyf handa mér sem er víst erfitt að fá og ég fékk það samþykkt. Ég fæ semsagt að prufa að nota það og vonandi lætur það eitthvað af þessum meinvörpum hverfa eða minnka og þá er kannski hægt að endurskoða skurðaðgerð eða hita/frystimeðferð. Þrótt fyrir mótlætið í dag þá er ég ekki ennþá farin úr brynjunni og er ennþá í árásarhug. Þessi djöfulsins meinvörp skulu fá að minnka eða hverfa og ég sætti mig ekki við neitt annað !!!! Ég ætla mér ekki að deyja á næstu mánuðum það er alveg á hreinu. Ég ætla mér að koma börnunum mínum á legg og mér er drullu sama þótt ég þurfi að vera veik allan tímann á meðan. Ég skal koma þeim sjálf á legg. ÉG SKAL ÉG SKAL !!! Vonandi bara að ég verði þrjóskari en þessi meinvörp. Ég trúi því að maður komist langt á viljanum einum saman. Ég trúi því að ég komist langt á bæninni. Ég trúi því að ég fái lengri tíma og ég sætti mig bara ekki við neitt minna. Ég er einstæð móðir með þrjú lítil börn sem lifa fyrir mömmu sína og ég lifi fyrir þau og ég skal standa undir því no matter what !!! Ætla að láta eina bæn fylgja hérna með sem ein kona á BL sendi mér : Drottinn minn og guð minn,
Skrifað af Ástu Flettingar í dag: 8 Gestir í dag: 1 Flettingar í gær: 341 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 195641 Samtals gestir: 31331 Tölur uppfærðar: 5.4.2025 01:22:43 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is