23.10.2006 19:25INFO Rannsóknin & helgin.Rannsóknin gekk ágætlega. Þetta er mjótt rör sem maður fer inn í og maður er ólaður niður. Ekki alveg fyrir þá sem eru með innilokunarkennd en þetta hafðist á endanum..... læt ekki einhverja véladruslu hræða mig Núna er svo bara að bíða og sjá hvort að hægt sé að skera eitthvað í lifrina eða frysta. Fæ vonandi að vita það á morgunn eða hinn..... og ef svo fer að það sé hægt þá held ég að það verði gert mjög fljótlega því það er ekki hægt að láta mig bíða lengi án þess að meiga fara í lyfjameðferðina. Það er víst ekki hægt að gera bæði í einu. Helgin gekk ágætlega fyrir sig. Fékk Írenu mína líka þannig að mamma varð að koma og vera með mér með þau. Lenti reyndar í því á laugardagsmorgunn að það leið yfir mig og ég skallaði hausnum í vegginn. Kristófer minn sá að ég var eitthvað skrítin og kallaði á ömmu sína að það væri eitthvað að og mamma kom þá hlaupandi og greip mig áður en ég lenti í gólfinu sem betur fer. Þetta var samt pínu skondið því ég upplifði þetta pínu eins og ég væri að horfa á slow movie ... hehehhe. Í gær skelltum við okkur á ljósmyndastofu með mömmu og Hödd og það var tekið hellingur af myndum af okkur öllum bæði á ljósmyndastofunni og niðri í fjöru. Þessar myndir koma til með að vera dýrmætar fyrir börnin mín og fjölskylduna ef allt fer á versta veg en ... hey ég ætla mér samt að gera allt í mínu valdi til að koma í veg fyrir þann endir en maður kemst samt ekki hjá því að velta því fyrir sér.
Flettingar í dag: 155 Gestir í dag: 8 Flettingar í gær: 400 Gestir í gær: 32 Samtals flettingar: 195447 Samtals gestir: 31314 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:24:57 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is