20.10.2006 19:06

Símtal

Ég fékk símtal í dag frá krabbameinslækninum mínum. Það var fundur í morgunn hjá krabbameinslæknunum, skurðlæknum og fleiru fagfólki. Ástand mitt var tekið fyrir á þessum fundi og allir að leggja sitt af mörkum til að finna einhverjar leiðir til að bæta örlítið ástand mitt. Ákveðið var að ég eigi að sleppa lyfjameðferðinni á mánudaginn og fari frekar í ítarlega myndartöku af lifrinni sem að gefur skurðlæknunum betri sýn á hvernig meinvörpin liggja, stærð og staðsetningar. Þeir eru eitthvað að vonast eftir því að hægt sé að skera eða frysta meinvörpin eða gera eitthvað til að að hægja á þessari hröðu þróun á þeim. Mér brá fyrst þegar ég heyrði þessar fréttir og lenti í kvíðakasti dauðans og það á meðal fólks í Ljósinu sem er reyndar staður fyrir krabbameinsveikt fólk til að koma saman og hittast  .... skammast mín pínu en hey ef einhver skilur mann þá er það þetta fólk. Ein kona sem er yfir þarna fór með mig inn í eitt herbergið og útskýrði fyrir mér að þetta væru gleði fréttir en ekki vondar fréttir ... ég bara sá það ekki því ég greip bara þá staðreynd að ég mætti ekki fara í lyfjameðferðina og ég sá fyrir mér trilljón meinvörp í viðbót í millitíðinni ef ég fengi ekki lyfin mín .

Svona er maður þessa dagana maður meðtekur bara hálfa söguna þegar verið er að tala við mann. Ég er alveg farin að uppgötva það að maður þarf að hafa einhvern með sér þegar maður er að fá fréttir af framvindu mála því maður er alltaf í vörn og meðtekur bara hluta af því sem sagt er við mann og einhvern veginn er það alltaf það svarta sem maður grípur. Alveg ótrúlegt !!!

En allavega þá vona ég að eitthvað sé hægt að gera sem að gæti gefið mér pínu ljós í myrkrið sem ég er búin að vera föst í síðustu daga. Það væri nú fínt að fara að fá góðar fréttir til tilbreytingar til að ýta við baráttuviljanum.

Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 258
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110760
Samtals gestir: 21055
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:29:22

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar