16.10.2006 18:21Fundurinn með KrabbóÍ morgunn mætti ég, Diddi minn og fjölskyldan mín á fund með krabbameinslækninum mínum. Á þessum fundi endaði algjörlega von mín um að krabbameinið væri ekki farið að dreyfa sér því að læknirinn minn staðfesti það sem bróðir minn sá á myndunum mínum Ég ræð bara ekki við þá hugsun.. að í dag er ég ekkert voða jákvæð á framhaldið... Ég veit að ég verð að vera það krakkana vegna en.... HALLÓ.... krabbamein í lifur er ekkert grín eins og allir vita. Lifrin er náttúrulega líffæri sem enginn getur lifað án og erfiður staður að eiga við Lyfjameðferð minni verður breytt og vonandi sé ég einhvern árángur sem að hjálpar mér að fá smá smjörþefinn af bjartsýninni aftur. Það er þó einn jákvæður punktur við það að lyfjameðferðinni verði breytt ...hann er að ég þarf ekki að nota vettlingana meira því að lyfið sem að orsakaði þessar brenglun í húðinni verður skipt út fyrir annað .... íhaaaaaa ...... Nýja lyfið sem verður bætt inn dregur úr blóðstreymi til lifrarinnar.. Með því er verið að vonast að hægt sé að svelta krabbameinsfrumurnar og koma þannig í veg fyrir að þær fái næringu til að vaxa og dafna. Maður verður að reyna að trúa því að þetta fari allt saman vel á endanum.
Skrifað af Ástu Flettingar í dag: 9 Gestir í dag: 2 Flettingar í gær: 400 Gestir í gær: 32 Samtals flettingar: 195301 Samtals gestir: 31308 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:03:43 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is