12.10.2006 13:02Bloggi BloggasonÍ gær nennti ég ekki að blogga eða réttara sagt þá var ég of þreytt og slöpp til að geta það Í þetta skiptið komu áhrifin af lyfjunum fram miklu fyrr. Fyrstu vikuna þá byrjaði ég ekki að veikjast fyrr en seinnipartinn á fimmtudeginum... en núna varð ég eiginlega slöpp strax. Vonandi snýst þetta þá bara við og helgin verði því fín í staðinn... því síðast var ég svo hundveik alla helgina *krossafingur* Minn yndislegi bróðir kemur til landsins í dag ... djöfull skall ég knúsa hann í klessu ... hehehehe...... Hann býr erlendis og ég hef í raun ekki séð hann síðan í júlí. Hann reyndar flaug til Íslands og kom til mín á spítalann þegar ég var sem veikust en ég man eiginlega ekkert eftir því. Við tvö höfum alltaf verið svo náin og mér finnst alltaf jafn erfitt að horfa á eftir honum út aftur ...... ein ógjeðslega eigingjörn Við fjölskyldan ætlum því að koma saman í kvöld og borða góðan mat og vonandi verður heilsan til friðs á meðan.... En hey brósi er nú doksi þannig að ég ætti nú allavega að vera í góðum höndum . Ég talaði um það um daginn hvað mér fyndist gott að tala við fólk sem væri líka með krabbamein. Að mér fyndist það skilja mann betur. Mér finnst það ennþá en ég hef samt verið að finna fyrir annarri hlið sem mér finnst vera rosalega sár. Núna upp á síðkastið hef ég verið að rekast á fleira og fleira fólk með sama krabbann og ég. Auðvitað leiðir það af sér að við förum að ræða saman og bera saman bækurnar og það hefur stungið mig pínu. Það sem stingur mig og hræðir er að ég er í raun versta tilfellið af þeim sem ég tala mest við. Ég veit um eina konu og einn mann sem krabbinn var kominn lengra en hjá mér en ég er ekkert að ræða við þau því þau eru eldri en ég. Æji það er svo sárt að vita til þess að maður sé eitt tilfellið af hinu slæmu. Þetta er nefnilega flokkað eftir útbreiðslu og annað. Þetta er semsagt flokkað í A B C D eftir umfangi krabbans og hvort hann hafi verið farinn að dreyfa sér. A er best og D er verst. Ég er semsagt í flokki C... Ég veit að það geri manni gott að vera innan um aðra sem að þekkja þetta af eigin raun en ég verð að viðurkenna að þetta dró aðeins úr mér kraftinn. Sérstaklega þegar ég heyrði að ristilkrabbi væri í öðru sæti um krabbamein sem drægi fólk til dauða veit reyndar ekki hversu satt það er. Æji ekki skamma mig fyrir að vera svartsýn. Ég veit ég er það þessa dagana en hey ég skal lofa ykkur að það gengur yfir Þetta er bara allt svo nýtt fyrir mér ennþá og ég er að læra að tækla þessar hugsanir og venjast þessum aðstæðum. Vona að ég sé ekki að draga ykkur niður með mér 1000 knús og kossar Kv Ásta
Skrifað af Ástu Flettingar í dag: 427 Gestir í dag: 116 Flettingar í gær: 159 Gestir í gær: 43 Samtals flettingar: 147769 Samtals gestir: 24722 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:15:24 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is