09.10.2006 15:40Vika 2Þá er vika 2 í lyfjameðferðinni byrjuð. Mætti snemma í morgunn og var að koma heim núna. Í dag fékk ég félagsskap því ég deildi stofu með annari sem ég nefndi á föstudaginn og það var sko mikið spjallað og dagurinn leið því hratt . Á leiðinni heim kom ég við í búð og VÁ þá fékk ég að upplifa fyrir alvöru þessa skyn brenglun í húðinni út af lyfjunum. Mér var pínu kalt á puttunum og ég var komin með tárin í augun af bruna tilfinningu, verkjum og roða í fingrunum við það eitt að koma við hlutina í búðinni. Fólk var farið að stara á mig því ég stóð þarna með þessa bévítans tösku og slöngur út um allt og var alltaf að blása og hrista puttana til að reyna að draga úr áhrifunum ..... hehehehe ........ sjáið þig mig ekki í anda ????? Þegar ég kom heim mátti ég gjöra svo vel að fara í vettlinga svo ég gæti gengið frá vörunum Í gærkvöldi eyddi ég kvöldinu á bráðarmóttökunni. Ég var svo rosalega kvalin í bakinu um helgina og varð því að fara upp eftir í skoðun. Fannst ekkert óeðlilegt í þessum rannsóknum sem voru gerðar nema blóð í þvagi og pínu blóðleysi en krabbameinslæknirinn minn vill skoða þetta nánar og þarf ég því að fara í sneiðmyndatöku á föstudaginn næsta. Annars er ekkert annað merkjó að frétta af mér þannig. Helgin gekk vel með grísina, varð pínu þreytt inn á milli en þetta hafðist með góðri hjálp frá mömmu og Helgu. Veit eiginlega ekki hvernig ég færi að án þeirra. Knús á ykkur báðar.... ég veit að þið lesið allt sem ég bulla hér Læt þetta duga í bili Kiss kiss Skrifað af Ástu Flettingar í dag: 295 Gestir í dag: 68 Flettingar í gær: 159 Gestir í gær: 43 Samtals flettingar: 147637 Samtals gestir: 24674 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:10:59 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is