Ég ákvað að kyngja stoltinu mínu og fá hjálp um helgina.... . Það var verið að benda mér á að það væri alls ekki sniðugt að keyra mig út helgina fyrir lyfjagjöf. Ég spáði bara ekki í því ... úpppsss..... þannig að þið sem voruð að hafa áhyggjur af mér ... þið getið núna slakað á
Í dag var þvílíkt skemmtilegur dagur. Byrjaði reyndar á því að fara í blóðprufu en hey það var svo sem allt í lagi enda farin að venjast þessum nála skröttum. Eftir það hitti ég Hildi á kaffihúsi og þaðan færðum við okkur yfir í Ljósið sem er staður fyrir krabbameinsveika og aðstandendur þeirra. Þetta er frábær staður til að fara á... sé eiginlega bara eftir því að hafa ekki drullast þangað fyrr. Þar sátum við ásamt fullt af öðru fólki, spjölluðum og föndruðum ...... VÁ hvað þetta er skemmtilegt og alveg pottþétt að ég ætla að fara þarna aftur. Ég var meira að segja kynnt fyrir stelpu sem er á svipuðum aldri og ég, líka með börn og að berjast við sama krabbann og ég. Ég get eiginlega ekki lýst því með orðum hvað það gerir manni gott að tala við fólk sem er líka að berjast við krabbamein og þekkja þessar upp og niður sveiflur sem fylgja því að vera svona veikur.
Þannig að í dag var mjög góður dagur og greinilegt að ég þarf bara að drullast meira út og vera meðal fólks... svo að maður geti hugsað um eitthvað annað en neikvæðu hlutina
Hildur snúlls takk fyrir að draga mig út og kynna mig fyrir þessum hlutum
Kiss kiss
Kv Ásta