Þá er kominn fimmtudagur og helgin fram undan
Fæ litlu snúlluna mína í dag... jeiiiii..... og ætlar hún að vera hjá mér og hinum grísunum mínum til sunnudags. Mér finnst rosalega erfitt að þurfa alltaf að afhenda hana tilbaka því ég er ekki ennþá orðin nógu hress til að sjá alfarið um hana.... enda er hún ennþá svo lítil. Samt rosalega sárt þegar hún segir: "Bæ mamma er farin heim, luv jú" ........ æji mömmu hjartað kremmst í klessu Hún er farin að kalla heimili pabba síns heima enda ekki skrítið því hún er búin að vera þar síðan 29. júlí og minnið hjá svona litlum grísum ekki mikið. Samt kannski gott fyrir mig að fá að upplifa hvernig er að vera hinum megin við borðið og þurfa alltaf að horfa á eftir barninu sínu heim til sín eins og svo margir þurfa að upplifa.
Núna er farið að styttast í lyfjameðferðartörn númer 2 Hlakka ekkert voðalega til ... hehehehhe..... enda varð ég svo lasin eftir á síðast og datt þá svolítið langt niður í leiðinni andlega, sem hefur örugglega ekki farið framhjá mörgum hér sem lesa bloggið mitt . Vonandi verður törn númer 2 betri. Kemur bara í ljós