01.10.2006 18:20

Info

Er búin að vera voða löt að skrifa enda kannski ekki margt til að segja frá.  Dagarnir eftir lyfjameðferðina voru frekar erfiðir, gerði mest lítið annað en að sofa og liggja fyrir.. .....Voðalega ómerkilegt eitthvað.

Æji ég verð bara að segja að svartsýnis púkinn er aðeins búinn að vera að banka upp á hjá mér núna og ég búin að vera að hafa áhyggjur af ýmsum hlutum. Mestu áhyggjurnar eru þó af grísunum mínum.... og þá aðallega þeim eldri, ef ég skyldi láta í minni pokann. Ég veit alveg að maður á ekki að hugsa svona en maður kemst ekki hjá því þegar maður er ekki alveg sáttur við þá sem koma að eftir minn tíma.... ef út í það fer.  Börnin manns eru það dýrmætasta sem maður á og ég er bara virkilega hrædd. Þannig að það er ansi stutt í tárin þessa dagana því miður og þarf lítið til að kalla þau fram. Það er ekkert eins sársaukafult eins og þegar maður leyfir tilfinningunum að ná manni niður

Úfffff þessi óvissa er svo vond !!!!  Þoli ekki að vita ekki hvort að frú krabba sé enn til staðar eða ekki.... Þoli ekki að vita ekki hvort ég láti í minni pokann eða ekki...... Þoli ekki að vita ekki hvernig líf mitt verður á næstunni..... Þoli ekki að geta ekki treyst fólki í kringum mig þegar ég þarf mest á því að halda...... Ég hef allavega fengið að upplifa það síðustu vikurnar hverjir eru vinir manns og hverjir eru HÁLVITAR .... sorry en ég bara get ekki hamið mig og ég verð að nota ljótu orðin. Sem betur fer þá eru ekki allir jafn illa innrættir og hafa staðið með manni í gegnum þessa baráttu. Er það ekki alltaf sagt að maður sjái fyrst hverjur eru manni hliðhollir þegar mest á reynir????  Og ... já það er óhætt að segja að ég hef gengið þau spor enda hékk líf mitt á bláþræði um tíma. 

Fólk er alltaf að segja mér að vera jákvæð, segja mér að ég sigri alveg á þessu. Það er svo auðvelt að segja manni að vera það og þekkja ekki hræðsluna við dauðann af eigin raun. Maður er að sjá allar minningargreinarnar í blöðunum og stór hluti af þessu er fólk sem er að fara úr krabba.... Þetta er alveg skelfileg staða að vera í og vera í leiðinni einstæð móðir með þrjú ung börn. SORRY ... en mér finnst þetta bara virkilega ósanngjarnt og ég er reið... Reið út í lífið og tilveruna og allt það sem er búið að leggja á mína fjölskyldu. Ég er nú þegar búin að missa blóð mömmu mína og systir er þetta ekki bara að verða gott ??? Skil stundum ekki afhverju hlutunum er háttað eins og þeim er háttað.

 

Flettingar í dag: 1069
Gestir í dag: 275
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110853
Samtals gestir: 21072
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 22:13:35

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar