27.09.2006 16:44Fyrsta vikan búin ... JÚHÚ !!!Þá er fyrsta vikan mín í lyfjameðferðinni búin..... hæ hó jibbí jei Ég er ennþá frekar hress fyrir utan ofvirknis skrattann þannig að ég var bara sjálf á bíl í dag og sótti hana Önnu mína og við vorum rúntandi út um allt, skelltum okkur í Kringluna og alles. Ég tók eftir því í gær hversu mikið veikindi mín taka á litlu krúslurnar mínar. Ég áttaði mig eiginlega ekki á því hversu mikið þau taka þetta inn á sig fyrr en í gær Eitt sem ég þarf að segja við ykkur snúllurnar mínar sem ég gleymdi að taka fram áður. Ef þið eruð eitthvað kvefuð, nýbúin að vera lasin eða einhver flensu skítur í ykkur þá verð ég að biðja ykkur um að boða ykkur ekki í heimsókn til mín. Ég þarf víst að forðast alla sem eru veikir eða nýbúnir að vera það sem geta borið eitthvað til mín, alla óþarfa kossa (sumir sleppa samt ekki svo auðveldlega Kiss og knús frá mér Skrifað af Ástu Flettingar í dag: 155 Gestir í dag: 8 Flettingar í gær: 400 Gestir í gær: 32 Samtals flettingar: 195447 Samtals gestir: 31314 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:24:57 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is