27.09.2006 16:44Fyrsta vikan búin ... JÚHÚ !!!Þá er fyrsta vikan mín í lyfjameðferðinni búin..... hæ hó jibbí jei Ég er ennþá frekar hress fyrir utan ofvirknis skrattann þannig að ég var bara sjálf á bíl í dag og sótti hana Önnu mína og við vorum rúntandi út um allt, skelltum okkur í Kringluna og alles. Komum við síðan upp á spítala og dælan var tekin þannig að ég þarf ekki að sofa með hana aftur í nótt og fæ rúma viku pásu frá nýju vinkonu minni henni fröken dælu. Ég er harðákveðin í því að verða ekkert lasin næstu daga og vonandi bara gengur það eftir ... hehehehe.... aldrei að vita nema ég verði bara krúsandi um götur Reykjavíkur um helgina..... þannig að varið ykkur á ofvirku konunni á bláu hættunni Ég tók eftir því í gær hversu mikið veikindi mín taka á litlu krúslurnar mínar. Ég áttaði mig eiginlega ekki á því hversu mikið þau taka þetta inn á sig fyrr en í gær Ég mátti ekki hósta, hnerra eða heyrast boffs í mér þá var Kristófer minn og Emblan mín komin hlaupandi að athuga hvort það væri allt í lagi með mömmuna sína. Æji greyið litlu skinnin að passa upp á múttuna sína ...* sniff*.... *sniff* ... þetta á eiginlega að vera öfugt. En ég verð bara að vera dugleg að tala við þau og útskýra og númer 1.2 og 3 að sýna þeim hlýju. Þau hljóta að venjast þessum aðstæðum þegar lengra líður. Eitt sem ég þarf að segja við ykkur snúllurnar mínar sem ég gleymdi að taka fram áður. Ef þið eruð eitthvað kvefuð, nýbúin að vera lasin eða einhver flensu skítur í ykkur þá verð ég að biðja ykkur um að boða ykkur ekki í heimsókn til mín. Ég þarf víst að forðast alla sem eru veikir eða nýbúnir að vera það sem geta borið eitthvað til mín, alla óþarfa kossa (sumir sleppa samt ekki svo auðveldlega ... taki það til sín sem eiga) og brýna fyrir fólki með handþvotta. Ónæmiskerfið mitt verður víst frekar óvirkt á þessum lyfjum, plús það að rauðu og hvítu blóðkornin geta fallið mjög niður þannig að ef ég veikist þá bíður mín líklegast spítalavist.... þannig að elskurnar mínar endilega spáið í það áður en þið biðjið um að fá að koma til mín. Kiss og knús frá mér Skrifað af Ástu Flettingar í dag: 427 Gestir í dag: 116 Flettingar í gær: 159 Gestir í gær: 43 Samtals flettingar: 147769 Samtals gestir: 24722 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:15:24 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is