26.09.2006 18:22

Þriðjudagur til þrautar :)

Þá er dagur tvö í lyfjameðferðinni liðinn

Dagurinn hefur bara gengið vel nema að ég vaknaði eiturhress kl 5 í morgunn og er búin að vera ofvirk með eindæmum síðan án gríns af sterunum ... hahahahahha ..... ég get ekki setið kyrr, er trommandi með höndunum, stappandi með fótunum, nagandi hluti, endalaust að opna ísskápinn minn (ég meina það gæti eitthvað meira spennandi verið kominn inn í hann næst... hahahah...) er með munnræpu dauðans og talandi á high speed   Ég get allavega sagt að ég sé búin að fá að upplifa hvernig það er að vera ofvirk. Það er bara eins og ég sé bremsulaus bíll. Ég var að spá í að fá mér ofvirknislyfin hans sonar míns í morgunn ... NOT . Allavega tekst mér pínu að þreyta fólk í kringum mig með þessari skrítnu hegðun minni en hey ég knúsa ykkur bara í klessu í staðinn fyrir að umbera mig svona. Sérstaklega mamma og Diddi minn þið eigið inni hjá mér HEAVY knús fyrir að umbera mig mest og ekki gleyma að innheimta það  

Ég er ennþá nokkuð hress núna, sumar aukaverkanirnar aðeins farnar að segja til sín en ekkert alvarlega enn sem komið er fyrir utan ofvirknina enda algengast að þær komi eftir á, þannig að á fimmtudag, föstudag og um helgina get ég farið að verða lasin en þetta er víst rosalega persónubundið þannig að  þetta verður bara allt að koma í ljós .

Allavega krúslurnar mínar þá hef ég það fínt og ég þakka fyrir öll fallegu kommentin frá ykkur mér hlýnar alveg um hjartarætur og gaman að sjá hvað margir eru að hugsa til mín og endilega haldið þessu áfram. LUV U ALL !!!!

 

 

Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 108
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 169791
Samtals gestir: 27873
Tölur uppfærðar: 28.1.2025 23:02:14

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar