25.09.2006 18:35

Lyfjameðferð dagur 1

Dagurinn sem ég er búin að vera að kvíða heavy mikið fyrir rann upp í dag!!!

Ég tók daginn snemma og kom grísunum mínum í skólann. Eftir það fékk ég mér morgunmat og var síðan sótt af Höddinni minni. Lögðum svo af stað niður á LSP og alvaran byrjaði. Nál var komin fyrir í lyfjabrunninum mínum og byrjað var að dæla í mig stera og vítamínsýru. Eftir það lentum við að bíða heillengi eftir krabbameinslyfjunum sjálfum því að apótekið hafði víst ekki undan að blanda krabbameinslyf fyrir allt fólkið þarna á deildinni .... og já það er sko mikið af krabbameinsveikufólki á Íslandi í dag því miður  

Lyfin komu svo og þau voru dæld inn í lyfjabrunninn minn. Eftir það var ég tengd við dælu og er ég með hana hérna heima og hún dælir lyfjum í mig dag og nótt fram á miðvikudag. Við vorum mættar rétt fyrir kl 9 í morgunn og losnuðum ekki út fyrr en 15:30.

Á morgunn þarf ég svo að fara aftur og sama sagan endurtekur sig nema að ég stoppa ekki eins lengi.

Ég er strax farin að finna aðeins fyrir aukaverkunum. Er orðin föl, pínu máttlaus og pínu flökurt og skynja hita og kulda á pínu sársaukafullan hátt. Það var búið að vara mig við því en ég gleymdi mér augnablik. Ég þurfti að taka ógleðislyf og tók kaldan drykk úr ísskápnum og drakk hann með ógleðis töflunni og VÁ ég fékk köfnunartilfinningu dauðans (maður upplifir eins og kokið lokist) og fékk brunatilfinningu í varirnar og fingurnar við það eitt að drekka úr og halda á kaldri flöskunni. Það var búið að segja við mig að ég þyrfti kannski að nota vettlinga þegar ég tæki eitthvað úr ísskápnum og ég yrði að drekka drykki við stofuhita ... hahhahahaha pínu fyndið en hey það er ágætt að sjá björtu hliðarnar í þessu öllu saman .....  en fyrst að þessi tilfinning er komin á fyrsta degi þá veit ég að ég kem til með að þurfa að nota vettlinga til að fara í ísskápinn og klæða mig extra vel þegar ég fer út en það er bara kúl er það ekki ????

Mig langar til að biðja ykkur um tvennt. Ég hef pínu verið að upplifa það í kringum mig að fólk verði pirrað ef ég læt ekki vita af mér einn, tveir og tíu. Ég vil að þið áttið ykkur á því að ég var að greinast með krabbamein fyrir stuttu, er með börn og er í lyfjameðferð þannig að stundum þarf ég bara að fá að vera út af fyrir mig og mig langar ekki að fá sky high símareikning. Þið hafið líka síma og getið hringt eða sent sms til að athuga með mig eða bara lesið bloggið mitt því ég kem til með að reyna að uppfæra það eins hratt og ég get.

Einnig langar mig að biðja ykkur um að spá aðeins í því hvernig ástandi þið eruð í þegar þið talið við mig eða þegar þið talið við annað fólk út í bæ um mig. Hef stundum lent í því að mér líður ekki vel eftir að hafa talað við fólk og ég jafnvel lent í því að þurfa að hugga fólk út af mínum veikindum og það er eitthvað sem ég á ekki að þurfa að standa í akkúrat núna því ég hef alveg nóg með að halda mínum tárum í skefjum.  Það er ég sem er veik og ég þarf að forðast kringumstæður sem draga mig niður og einnig finnst mér mjög sárt þegar ég er að heyra sögur um mig út í bæ þar sem veikindin mín hafa verið krydduð með stóra kryddinu og ég bara komin með annan fótinn í gröfina eða jafnvel komin ofan í hana. Spáið í því að fólk hefur tilfinningar og við búum á litla Íslandi og hlutir eru fljótir að berast.

Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 258
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110760
Samtals gestir: 21055
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:29:22

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar