23.09.2006 18:45

Laugardagur til lukku

Í gær fór ég í þessa kynningu á krabbameinsdeildina og þá er bara lyfjameðferðin næst á dagskrá. Mér fannst pínu erfitt og skrítið að fara þarna. Fullt af krabbameinsveiku fólki á öllum aldri. Sem betur fer (ég veit að það er ljótt að segja þetta), þá var þarna lang mest af eldra fólki. Það er þó allavega búið að fá að lifa lengi og sjá börnin sín vaxa úr grasi og jafnvel eignast barnabörn. Mér fannst pínu erfitt að sjá hvað sum þeirra horfðu á mig og maður fann hvað þau hugsuðu ...... hugsuðu um það hvað ég væri ung og að ég væri stödd þarna á þessari deild.  Það var ein gömul kona sem mér fannst pínu krúttileg hún var alltaf að horfa á mig og senda mér svona fallegt pepp bros. Alltaf þegar ég leit upp í áttina til hennar horfði hún til mín og sendi mér krúttilegt bros og fallega strauma með augunum. Æji ég gat ekki annað en brosað tilbaka

Dagurinn í dag er búin að vera góður dagur. Ég er líka búin að vera með Írenu mína um helgina og vá hvað ég var farin að sakna hennar. Mamma kom hérna í gærkvöldi til að hjálpa Ástunni sinni og færði okkur frábæran kvöldmat og  var hérna hjá okkur í nótt. Í dag skelltum við okkur í verslunarferð í Bónus. Þó það sé ekkert voða spennó að versla í matinn þá var það samt pínu skemmtilegt því það er svo langt síðan ég hef farið í þannig ferð. Seinna um daginn kom hann Diddi minn með snúlluna sína og við vorum að föndra með krakkana og ég skellti í vöfflur handa liðinu. Núna er hún Helga mín að ná í pizzu handa okkur og ætlar að kúra hér hjá okkur í nótt mér til stuðnings. Ekkert smá heppin að eiga svona góða að

Á morgunn er sunnudagur. Pabbi ætlar að koma og elda handa mér lambalæri .... jummí !!!! Alltaf verið að dekra við mann þessa dagana.... þessar elskur. Eini kosturinn við þessi veikindi mín er hvað allir eru tilbúnir að dekra við mann ... hahahha.... passið ykkur bara að gera mig ekki of háða því .... því það verður kannski ekki svo auðvelt fyrir ykkur að losa ykkur undan því aftur og þið sitið uppi með mig þar til ég er orðin grá og gugginn .... ójá ég ætla mér að lifa það lengi !!!!

 

 

 

Flettingar í dag: 908
Gestir í dag: 238
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110692
Samtals gestir: 21035
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:08:03

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar