21.09.2006 13:57FimmtudagurJæja þá er komin fimmtudagur og aðeins 4 dagar í lyfjameðferðina Mín elskulega systir ætlar að koma með mér til að styðja mig þennan dag og svei mér þá ef það hefur ekki aðeins dregið úr kvíðanum mínum. Ég spáði bara ekki í það fyrr að það gæti hjálpað að hafa einhvern hjá manni sem maður þykir vænt um til stuðnings. Ég er á fullu að koma mér í tengingu við fólk sem er að ganga í gegnum það sama og ég. Mér finnst ég verða að gera það því það er enginn sem skilur mann eins vel og þau. Í gær fékk ég símtal frá stelpu sem er á svipuðum aldri og ég og er í lyfjameðferð sjálf vegna krabba. Ég var reyndar ekki við þegar hún hringdi og ætlar hún að hafa samband aftur við mig í dag og ég er bara þvílíkt spennt að heyra í henni. Ég fékk svo líka símtal áðan frá fyrrverandi kennaranum mínum og skólastjóra sem fékk sama krabba og ég og hún er alveg við að klára sína lyfjameðferð og við spjölluðum lengi saman. Ég finn bara hvað það gefur mér mikið að fá smá leiðbeiningar og pepp frá þessu fólki. Sérstaklega þegar það er svo mikill daga munur á manni hvernig maður er að höndla þetta og þá er svo gott að geta haft samband við þær. Einnig veit ég um aðra stelpu á mínum aldri sem ég var stundum að leika við sem barn sem er búin að ganga í gegnum allan þennan pakka og mig langar að hafa samband við hana en er ekki alveg að þora því.... en hey ég mun gera það samt við tækifæri Á morgunn á ég að mæta á krabbameinsdeildina í undirbúning og kynningu og þá fær maður að sjá hvernig þetta allt virkar. Þetta er víst einhver dæla sem að er plögguð við mig og ég þarf að taka með heim því hún dælir í mig allan daginn og nóttina. Þannig verður þetta tvo daga og þriðja daginn er dælan tekin og ég fæ frí í rúma viku til að jafna mig og þá byrjar ballið allt aftur. En ég hugga mig samt við það að ég mun ekki missa hárið á þessum lyfjum og mér finnst það FRÁBÆRT. Hárið er jú mjög oft stolt kvennfólksins sérstaklega þegar maður kemur nú úr þvílíkri rakaraætt eins og ég geri ...... Fjölskyldan mín verður nú að hafa eitthvað til að klippa HA HA HA HA. Jæja ég nenni ekki að steypa í ykkur meira í bili krúslurnar mínar þannig að ég læt þetta duga í bili. Knússssssssss
Flettingar í dag: 7 Gestir í dag: 2 Flettingar í gær: 31 Gestir í gær: 3 Samtals flettingar: 169802 Samtals gestir: 27876 Tölur uppfærðar: 29.1.2025 00:29:05 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is