18.09.2006 12:45Fallega snúllan mín á afmæli í dagHún Emblan mín er 8 ára í dag....... JÚHÚ!!! Ég er ennþá með móral yfir því að hafa ekki verið til staðar um daginn þegar Írena Rut lillan mín átti 3 ára afmæli en þá var ég hundveik á spítala þannig að ég ætla að hafa nánustu ættingja hér í kvöld í svona "lítið kaffiboð" fyrir þær báðar. Ég hef bara ekki krafta í að hafa þetta eitthvað stærra og ég vona að mér verði fyrirgefið það Ég kom heim af spítalanum seinni partinn á fimmtudag með því lauk 5 vikna dvöl minni á gamla Landsanum og viku dvöl minni á gamla Borgó. Vá heilar 6 vikur í vernduðu umhverfi spítalanna. Það var rosa gott að koma heim en ég verð að viðurkenna það að mér fannst ég hálf ókunnug hérna heima eftir allan þennan tíma og fannst ég pínu berskjölduð og Palli er einn í heiminum... ein án verndaða umhverfisins sem ég hafði upplifað síðustu vikurnar. Á mánudaginn næsta byrjar svo lyfjameðferðin...... ÚFFFF ég fæ sting í hjartað með hverjum deginum sem líður og styttist í þessa dagsetningu. Ég veit að ég á að líta á þetta sem lækningu og leið til að bjarga lífi mínu en því miður þá er ég ekki komin ennþá með það æðruleysi því ég hræðist þessa öflugu og sterku lyfjameðferð. Ég hræðist að verða það veik á henni að ég eigi ekki eftir að geta gert neitt næsta hálfa árið sem hún tekur. Hræðist að þeir sem eru mér næstir höndli þetta kannski ekki og hverfi. Ég veit að þetta er leiðin til að halda mér á lífi en þetta er samt eitthvað nýtt og óþekkt fyrir mér og maður hefur heyrt svo margar sögur af fólki sem hafa lifað HELL tíma á meðan að þessu stóð en aðeins hef ég heyrt eina sögu þess að manneskja höndlaði þetta vel. Ein sagði við mig um daginn að ég ætti að líta á krabbann sem vin minn sem ég þurfi að búa með um tíma. Hvernig er hægt að hugsa þannig án gríns ??? Hvernig er hægt að hugsa um eitthvað sem er að reyna að taka líf manns sem vin ??? Vá hvað ég væri til í að hafa þetta hugarfar hjá mér. Kannski einn daginn en það er allavega ekki til staðar í dag.. því miður. Kannski er ég ennþá í sorgarferlinu það má vel vera og að hugarfarið eigi eftir að verða jákvæðara þegar á líður. Allavega vona ég að guð gefi mér það að svo sé því jákvæðar hugsanir vissulega hjálpa. Ég þoli ekki þegar fólk er að segja mér hvernig hlutirnir eiga að vera í þessari baráttu. Hvernig getur fólk sagt manni hvernig manni eigi að líða og hugsa og það hefur aldrei upplifað þetta sjálft??? Upplifað þá tilfinningu að eiga kannski ekki langt líf fyrir höndum og kannski að fá ekki að sjá börnin sín vaxa úr grasi. Ég veit alveg að ég á góða möguleika en ég er samt bara lítil og hrædd. Ekki segja mér hvernig mér á að líða eða hugsa.... verið frekar til staðar og knúsið mig þegar ég þarf á því að halda. Ég þarf tíma og svigrúm til að melta þetta frá öllum hliðum hvort sem það séu góðu hliðarnar eða þær slæmu. Skrifað af Ástu Flettingar í dag: 301 Gestir í dag: 71 Flettingar í gær: 159 Gestir í gær: 43 Samtals flettingar: 147643 Samtals gestir: 24677 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:32:01 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is