26.04.2006 20:08

Ha Ha Ha Ha ... Var að finna þetta :Þ

´

Þegar ég útskrifaðist sem stúdent  2001 var teiknuð af mér skopmynd og vinkonur mínar áttu að búa til fyndin texta um mig og þetta var afraksturinn .... hahahahah...... Ég var að rekast á þetta og ég bara varð að láta þetta hérna inn :Þ

Texti sem að fylgdi myndinni (reyndar margt breytt síðan þetta var skrifað 2001 .... hahahahha...) :

Eins og nafnið gefur til kynna er lítið annað sem gengur fyrir en ást. Hvort sem það heitir að elska mann, um menn frá mönnum til manna. Dag einn í desember árið 1995 var hún orðin mamma. Eftir það fór hún svo smá meira að djamma og varð svo aftur mamma, þó með sama manninum. Ástin var svo mikil að hún neyddist til að deila henni með fleiri mönnum, en núna virðist sem að loksins hafi hún fundið þann eina rétta (eða hvað ?????).  Ásta elskar alla. Hún elskar karlmenn og börnin sín og ekki má gleyma kennurunum.

Loksins eftir átamikil ár, orðin vel þurr í tungunni, hafa menn tekið höndum saman  um að nú verði þessu að ljúka og Ásta verði að klára stúdentsprófið. Ásta hefur reyndar alltaf verið dugleg  í skóla og ekki átt í vandræðum með að fá háar einkunnir, en alltaf hafa karlmenn verið í vegi hennar. Hún á auðvitað þessi tvö yndisleg börn sem eru henni til halds og trausts.

Nú að loknu stúdentsprófi liggur leið hennar í nuddnám og kemur það varla á óvart, þar sem ástin er svo mikil til að veita öðrum vellíðan og gleði í hennar garð. Garðurinn sem er aldrei tómur.

Við elskum þig öll Ásta eins og þú segir alltaf skemmtilega: ,, Leyfið mönnum að koma til mín, varnið þeim það eigi, því slíkt er Ástu ríki".

Með von um bjarta framtíð.

Þínar vinkonur Anna Þóra og Anna Kristín

Flettingar í dag: 301
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 147643
Samtals gestir: 24677
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:32:01

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar