17.04.2006 13:51Páska færslaGleðilega páska snúllurnar mínar !!!! Þessir páskar eru búnir að vera frekar skrítnir ;) Krakkarnir fóru seinni partinn á föstudaginn til pabbanna yfir helgina og var ég því ein í kotinu ;) Föstudagurinn var pínu erfiður dagur því ég var að gera upp mál í mínu lífi sem ég er alls ekki sátt við en það er víst ekkert lengur sem ég get gert til að breyta stöðunni úr þessu því miður þó ég hafi fulla trú á þessu þannig að ég verð bara að sleppa tökunum, sætta mig við orðinn hlut og læra af mistökunum sem ég veit að ég geri. Sirrý mín bauð mér svo í kvöldmat og það var ekkert smá gott að koma til hennar, borða góðan mat og fá að létta aðeins á hjartanu. Seinna um kvöldið eftir gott spjall og þegar lundin var orðin pínu hressari þá skelltum við okkur í heimsókn og sátum þar og spiluðum póker langt fram á nótt. Það var ekkert smá gaman og vá hvað það var langt síðan ég spilaði póker ekkert smá skemmtilegt spil. Á laugardagsmorgunn hringdi mamma í mig til að vekja mig og ég skellti mér þá í druslu föt og fór niður á stofu til að hjálpa henni að mála. Við mæðgurnar máluðum í 11 Klst TAKK FYRIR Ha Ha Ha Ha. Dísus ég hélt ég myndi drulla í brækurnar þegar við tvær stóðum upp á stærðar vinnupalli til að ná að mála loftin ....... ó mæ god ég var eins og titrandi hæna með hjartað á 3000 og vá hvað mér létti þegar loftið var búið :Þ Eitt skiptið sat ég á gólfinu voða hugsi og var að mála þegar ég fann að mér var klappað á kollinn. Ég hélt að mamma hefði tekið eftir því að mér leið illa og hafi því ákvað að hressa mig pínu við en HELL NO ..... það var sko ekki málið hahhahaa. Ég lít upp og sé mér til mikillar gleði eða þannig að mamma var með málningarrúlluna í höndinni og var með hugann eitthvað annað og lagði málningarrúlluna á kollinn á mér og ég svona rosa dökkhærð með þessa fínu ljósu málningar slummu í hárinu sem ég nota bene er pínu ennþá með ..... hahahah og ég ekkert smá drop dead gorgeus svona .... NOT. Eftir 11 klst málningarvinnu skelltum við okkur heim til mömmu og við báðar með málningu alls staðar en samt aðallega ég hahahah ... ég er búin að taka eftir því að ég er algjör sóði því það var eins og ég hefði fengið mér sundsprett ofan í dósinni :Þ Þegar við komum heim var opnuð freyðivín flaska og ég, mamma og Hödd fengum okkur smá freyðivín, ritz kex og osta fyrir svefninn og ég rotaðist í mömmu rúmi stuttu seinna enda kannski ekkert skrítið ;) Á sunnudagsmorgunn vöknuðum við um 8 og skelltum okkur aftur í málningarfötin og fórum aftur að mála. Þegar við urðum svangar skelltum við okkur í 10 11 og vá hvað það var starað á okkur hahahahha. Allir í sparifötunum en við mættar þarna í drullugallanum með málningu upp fyrir haus. En við vorum samt laaaaaang flottastar ;) Þessi málningartörn tók 7 1/2 klst og náðum við að klára að mála sem betur fer og mamma getur því opnað á morgunn. Eftir málningartörnina skelltum við okkur heim og elduðum saman geggjaðan mat og pabbi kom líka í mat. Ekkert smá gaman að koma svona öll saman verst að þetta gerist svo sjaldan :S Elstu grísirnir heimtuðu að fá að gista hjá ömmu sinni en ég ákvað að gista frekar heima með Írenu því ég var farin að þrá rúmið mitt. Núna er ég búin að sækja grísina mína og við erum búin að vera að hakka í okkur páskaegg, kúra saman í sófanum og horfa á nýju mörgæsa myndina. Vá hvað hún er krúttileg og sorgleg. Meira að segja ég felldi nokkur tár ..... hehehehehhe.... ég er soddan mús og er svo viðkvæm fyrir öllu svona sorglegu sérstaklega dauðanum enda kannski ekkert skrítið. Á morgunn er ég loksins að fara að byrja í ræktinni reyndar ekki með Sirrý því planið okkar með ræktina gekk ekki alveg upp því það kom alltaf eitthvað upp á og ætla ég því að byrja í ræktinni með Hödd systir svo ætlar mamma að reyna að koma líka :) Ætli ég verði ekki þvílíkt skrautleg þarna því ég get varla hreyft mig eftir alla málningarvinnuna ..... hahhaahha ....... finn til í hverri hreyfingu :Þ Í gærkvöldi var ég að skoða á netinu og ég rakst á texta sem mér finnst ansi merkilegur núna og ætla ég því að láta hann fylgja með í lokin sem orð dagsins :
Skrifað af Ástu Flettingar í dag: 301 Gestir í dag: 71 Flettingar í gær: 159 Gestir í gær: 43 Samtals flettingar: 147643 Samtals gestir: 24677 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:32:01 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is