12.02.2006 13:41

Úfff púffff

Það er óhætt að segja að hjarta mitt hafi tekið 500 aukaslög áðan :S

Sonur minn á vin sem við skulum bara kalla Ás. Kristófer og Ás eru mikið saman og voru það í gærdag. Ég bauð Sindra syni vinkonu minnar að gista hjá okkur í gær þannig að þegar hann kom þá fór Ás heim til sín.

Ég var svo að frétta að eftir að Ás fór í gær hafði hann farið að spyrja eftir öðrum vini sínum og saman fóru þeir með mömmu Ás upp á Hvaleyrarvatn og fengu að fara út á vatnið á bát.    Kristófer minn hefur einu sinni farið með þeim og fengið að fara á þennan bát.  En allavega þá gerist slys út á vatninu bátnum hvolfir og strákarnir lenda í ís köldu vatninu. Vinur Ás nær að synda í land og kalla á hjálp á meðan mamma Ás reynir að bjarga syni sínum en á endanum eru þau bæði orðin svo köld og hrakin að þau þurftu hjálp á endanum til að komast í land. Ég veit það alveg sjálf að ef ég hefði ekki boðið Sindra að gista hjá okkur þá hefði þetta verið minn strákur sem hefði farið með þeim og hann er yngri en hinir strákarnir og er ég ekki svo viss um að hann hefði komist í land sjálfur og náð í hjálp eins og hinn strákurinn gat gert.  Þetta hefði þá líklegast ekki endað eins vel og það gerði :S

Mamman og sonur hennar eyddu nóttinni á spítala og eru núna komin heim. Strák greyið fékk fullt af vatni í lungun og hitastigið í kroppnum hans orðið mjög lágt :S 

Úfff sem betur fer endaði þetta vel og sem betur fer þá tóku örlögin í taumana. Það er alveg á hreinu að barnið mitt fær ekki að gera þetta aftur neitt á næstunni. Ég bara hélt að þegar fullorðin manneskja væri með í för þá væri þetta allt í lagi en maður má greinilega ekki gleyma að fullorðin manneskja getur ekki alltaf allt.

Kv Ásta í sjokki :S

Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 258
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110760
Samtals gestir: 21055
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:29:22

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar